fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Pressan
Föstudaginn 10. október 2025 07:30

Tim Westwood. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi fjölmiðlastjarna, Tim Westwood, 68 ára að aldri, hefur verið ákærður fyrir samtals 15 kynferðisbrot, þar af fjórar nauðganir.

Tim Westwood starfaði áður sem útvarpsmaður hjá BBC, þar sem hann stýrði vinsælum rappþætti. Hann var einnig kynnir í hinum vinsælu þáttum Pimp My Ride.

Meint brot ná allt aftur til ársins 1983 og fram til ársins 2016. Er hann sakaður um ósiðlega árás á 17 stúlku í Fulham, London árið 1983 og samskonar brot gegn konu á þrítugsaldri í Vauxhall árið 1986.

Hann er ennfremur sakaður um nauðgun og ósiðlega árás á konu á árunum 1995-1996 en konan var þá 17 og 18 ára. Einnig er hann sakaður um að nauðgun og siðlega árás á konu á 18. ári á árunum 2000-2001. Hann er ennfremur sakaður um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri árið 2010, og kynferðislega árás á konu á þrítugsaldri í London árið 2016.

Saksóknari segir að nægileg sönnunargögn séu fyrir hendi til að fara með málið fyrir dóm og það sé í almannaþágu að Westwood verði saksóttur.

Árið 2022 birtu fjölmiðlarnir The Guardian og BBC niðurstöður sameiginlegrar rannsóknar á meintum kynferðisbrotum Westwood en hann hafnaði öllum ásökunum.

Sex konur stigu fram í heimildarmynd BBC, sem bar heitið Abuse of Power, eða Misnotkun á valdi. Westwood hefur hins vegar ítrekað neitað öllum ásökunum.

Sjá nánar á Metro.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það