Dönsku verkfræðingasamtökin IDA benda á þetta og vísa í rannsókn sem Norstat gerði.
Opnar nettengingar geta krafið notendur um ákveðnar upplýsingar og þessar upplýsingar geta endað í höndum svikahrappa.
Tölvuþrjótar eiga ekki í erfiðleikum með að búa til opna nettengingu, sem lítur út fyrir að tilheyra hóteli eða veitingahúsi, og komast þannig yfir upplýsingar um notendanöfn og aðgangsorð fólks.
Það sem átti að vera ókeypis nettenging getur því endað með að verða ansi dýrkeypt.
IDA ráðleggur fólki að slökkva á „wifi“ þegar það er í fríi og til að uppfæra öll forrit og ganga úr skugga um að vírusvarnarforriti hafi verið sett upp.
Samtökin benda á að það sé auðvitað ekkert rangt við að vera í netsambandi í fríinu en fólk þurfi að hafa í huga að „free wifi“ sé ekki alltaf það sem látið er í veðri vaka.