Fólkið var handtekið á Gwanghwa eyju þar sem það var að reyna að setja flöskurnar í sjóinn í von um að hafstraumar myndu bera þær til Norður-Kóreu.
Fólkið á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa brotið suðurkóresk lög um öryggi og hamfarir.
Aðgerðasinnar hafa í gegnum tíðina sent plastflöskur og blöðrur til Norður-Kóreu með áróðursefni og peninga. Þetta hefur oft valdið mikilli spennu á milli Kóreuríkjanna.