fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Hremmingarsaga eldri hjóna sem fóru saman að versla – Mega ekki koma aftur í verslunina

Pressan
Mánudaginn 10. júní 2024 04:05

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég fór á eftirlaun, krafðist konan mín að ég færi með henni þegar hún fór að versla í stórmarkaðnum í hverfinu. Því miður, þá finnst mér, eins og flestum körlum, leiðinlegt að versla og vildi helsta ljúka þessu af. En því miður, þá finnst konunni minni, eins og flestum konum, gaman að skoða það sem til er.“

Svona hefst saga ein sem hefur verið í töluverðri dreifingu á netinu að undanförnu. Hvort um sanna sögu eða lygasögu er að ræða, getum við ekki sagt til um. En hvað sem því líður, þá er sagan góð og ekki annað hægt en að brosa að minnsta kosti út í annað við lestur hennar.

Síðan heldur sagan áfram:

Í gær fékk hún bréf frá verslunarstjóranum:

„Kæra frú Harris:

Á síðustu sex mánuðum hefur eiginmaður þinn valdið töluverðum usla í versluninni okkar. Við getum ekki liðið slíka hegðun og því neyðumst við til að banna ykkur báðum að koma í verslunina.

Hér fyrir neðan eru kvartanir okkar vegna eiginmanns þíns, herra Harris, taldar upp en þær eru studdar af upptökum úr eftirlitsmyndavélum.

  1. 15. júní: Hann tók 24 smokkapakka og laumaði þeim tilviljanakennt í innkaupakerrur annarra viðskiptavina.
  2. 2. júlí: Hann stillti allar vekjaraklukkurnar í heimilisdeildinni til að hringja með 5 mínútna millibili.
  3. 7. júlí: Hann gerði slóð, sem lá að kvennasalerninu, með tómatsafa.
  4. 19. júlí: Hann gekk upp að starfsmanni og sagði við hana með embættismannarödd: „Það er kóði 3 í heimilistækjadeildinni. Sinntu því strax.“ Þetta varð til þess að konan yfirgaf starfsstöð sína og fékk skammir frá yfirmanni sínum. Það varð til þess að stéttarfélagið blandaði sér í málið, sem varð til þess að stjórnendur þurftu að eyða tíma í málið og olli kostnaði fyrir fyrirtækið. Við erum ekki með neinn „kóða 3“.
  5. 19. júlí: Hann fór að þjónustuborðinu og bað um að einn poki af M&Myrði tekinn frá fyrir sig.
  6. 14. ágúst: Færði „Varúð – Blautt gólf“ skilti yfir á svæði sem er teppalagt.
  7. 15. ágúst: Setti tjald upp í útilegudeildinni og sagði börnum að þau mættu fara inn í tjaldið ef þau kæmu með kodda og teppi úr sængurvörudeildinni. 20 börn gerðu það.
  8. 23. ágúst: Þegar starfsmaður spurði hvort hægt væri að aðstoða hann, byrjaði hann að gráta og öskraði: „Af hverju getið þið ekki bara látið mig í friði?“Sjúkralið var kallað á vettvang.
  9. 4. september: Horfði beint inn í eftirlitsmyndavélina og notaði hana sem spegil á meðan hann boraði í nefið.
  10. 10. september: Á meðan hann handlék skotvopn í veiðideildinni, spurði hann afgreiðslumanninn hvar þunglyndislyfin væru geymd.
  11. 3. október: Rölti um verslunina og leit grunsamlega út og hummaði þemalagið úr „Mission Impossible“.
  12. 18. október: Faldi sig við fataslá og þegar fólk var að skoða fatnaðinn hrópaði hann: „Veldu mig! Veldu mig!“
  13. 22. október: Þegar tilkynning var lesin upp í hátalarakerfinu, fór hann í fósturstellingu og öskraði: „ÓNEI! ÞAÐ ER AFTUR ÞESSI RÖDD!“
  14. Tók smokkapakka og fór að kassanum og spurði hvar mátunarklefinn væri.

Og síðast en ekki síst:

  1. 23. október: Fór inn í mátunarklefa, lokaði, beið í smá stund og hrópaði svo mjög hátt: „Halló! Það er enginn klósettpappír hér.“ Það leið yfir einn starfsmanninn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið