fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Pressan

Óttaðist um líf sitt í ofbeldissambandi með Only Fans módeli – „Mun ástin drepa mig?“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. apríl 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 2. apríl 2022 svaraði lögreglan í Miami útkalli í One Paraiso íbúðabygginguna og fann þar fyrir OnlyFans fyrirsætuna Courtney Clenney, þá 25 ára, við móttökuna. Starfsmaður móttökunnar, sem hringdi í lögregluna, sagði að Clenney og kærasti hennar, Christian Obumseli, hefðu valdið ónæði, sem var eitt af mörgum þá fjóra mánuði sem þau höfðu búið í byggingunni. Clenney tilkynnti lögreglunni að hún hefði slitið sambandinu við Obumseli, 27 ára, en hann neitaði að fara. People fjallar um sakamálið í gær.

„Hann hefur bókstaflega sofið í lyftunni án míns leyfis,“ sagði Clenney við lögregluna. „Ég vil nálgunarbann.“

Lögreglan sagði henni aftur á móti að Obumseli væri löglegur íbúi í byggingunni sem virtist ekki hafa framið glæp og eftir að lögreglumennirnir yfirgáfu staðinn fór Clenney aftur í íbúð sína. Degi síðar, sunnudaginn 3. apríl stakk hún Obumseli lífshættulega með eldhúshníf inni í íbúð þeirra á 22. hæð. Í búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn sést Clenney halda um höfuð kærasta síns þar sem hann lá á blóðugu gólfinu. „Elskan vaknaðu,“ öskrar hún ítrekað.

Cleeney var handjárnuð og meðan bráðaliðar reyndu að bjarga lífi Obumseli sat hún á svölum íbúðar þeirra meðan blóð kærasta hennar þornaði á andliti hennar, brjósti, maga, handleggjum og joggingbuxum. Við yfirheyrslu sagðist hún hafa kastað hníf að Obumseli úr 10 metra fjarlægð í sjálfsvörn. Réttarlæknir úrskurðaði hins vegar að Obumseli hefði látist af völdum hnífsstungu sem gekk tæplega 8 sm niður á við í öxl hans, banvæn meiðslu sem voru í hróplegu ósamræmi við frásögn Clenney.

Fjórum mánuðum síðar var hún handtekin á meðferðarstöð og ákærð fyrir annars stigs morð. Í handtökuskipuninni vísaði lögreglan í margra ára textaskilaboð og myndbönd sem Obumseli tók upp sem sanna að Clenney hafi verið ofbeldismaður.

Clenney, sem nú er 27 ára, hefur neitað sök, en hún situr bak við lás og slá og bíður réttarhalda. 

Parið hóf róstursamt samband sitt seint á árinu 2020. „Þau hittust á tíma þar sem hann glímdi við fjárhagserfiðleika,“ segir Karen Egbuna, frænka Obumseli. „Honum hafði verið sagt upp störfum meðan á heimsfaraldrinum stóð og ég held að starf Clenney hafi valdið því að hún ferðaðist víða og til að styðja hana og samband þeirra, ferðaðist Christian oft með henni.“

Ein af þeim ferðum var farin til Palm Springs sumarið 2021 þar sem Clenney myndaði efni fyrir Only Fans síðu sína. Patrycia Kratiuk sem einnig var með módelsíðu á OnlyFans var með í ferðinni. Heldur hún því fram að hún hafi séð Obumseli útvega Clenney eiturlyf. Segir hún Obumseli hafa verið „mjög góður, rólegur, en hann var bara alltaf þarna, hann var alltaf að fylgjast með henni. Maður sá þau aldrei aðskilin.“

Eftir morðið á Obumseli leiddi rannsókn lögreglu í ljós sögu um fíkniefnaneyslu og heimilisofbeldi í sambandi parsins. Þann 28. febrúar 2022 sendi Obumseli SMS til Clenney og sagði að í sambandinu hafi hann verið sleginn, hrækt á hann, hann stunginn og beittur kynþáttafordómum. „Mun ástin drepa mig?“ skrifaði hann.

Í janúar 2024 var Clenney ákærð ásamt foreldrum sínum vegna ásakana um óleyfilega notkun á tölvu eftir að hafa fengið aðgang að fartölvu Obumseli eftir andlát hans. Öll þrjú hafa neitað sök.

Í yfirlýsingu segir verjandi Clenney að samband parsins hafi verið „óheilbrigt“ og „þrungið árásargjarnri framkomu beggja aðila,“ en verjandinn heldur því fram að Clenney hafi verið fórnarlamb heimilisofbeldis.

„Clenney þoldi illa meðferð Obumseli og hélt fast í vonina um að einhvern tíma myndi hann hætta að skaða hana. Því miður rann sá dagur aldrei upp og aðgerðir hennar endurspegluðu það sem ung kona varð í örvæntingu að gera til að bjarga sér frá því að deyja fyrir hendi ofbeldismanns síns.“

Lögfræðingur Obumseli fjölskyldunnar segir að sönnunargögnin séu ekki í samræmi við sjálfsvarnarkröfuna og fjölskyldan telur að Obumseli hafi verið fórnarlamb heimilisofbeldis.

„Við höfum enga reynslu af heimilisofbeldi,“ segir bróðir hans. „Og heimilisofbeldi er eitthvað sem við höfðum aldrei ímyndað okkur að nokkur í fjölskyldunni okkar myndi upplifa, hvað þá að missa líf sitt vegna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ertu sannur karlmaður? Val þitt á mat segir til um það

Ertu sannur karlmaður? Val þitt á mat segir til um það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Strandgestirnir trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað maðurinn kom með upp úr sjónum

Strandgestirnir trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað maðurinn kom með upp úr sjónum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitt mest smitandi kórónuveiruafbrigðið breiðist út

Eitt mest smitandi kórónuveiruafbrigðið breiðist út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti 5 manns vegna farsíma

Myrti 5 manns vegna farsíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konan taldi sig hafa unnið milljónir í spilakassa en þá komu öryggisverðirnir

Konan taldi sig hafa unnið milljónir í spilakassa en þá komu öryggisverðirnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli móðgaða afans – Barnabörnin sitja eftir stórskuldug

Vendingar í máli móðgaða afans – Barnabörnin sitja eftir stórskuldug