fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Elon Musk ekki lengur ríkasti maður heims

Pressan
Þriðjudaginn 5. mars 2024 10:30

Elon Musk er í 2. sæti yfir þá ríkustu í heimi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, stofnandi Teslu, Space X og fleiri fyrirtækja, er ekki lengur í efsta sætinu yfir ríkustu einstaklinga heims.

Jeff Bezos, eigandi Amazon, er nú kominn á toppinn samkvæmt milljarðamæringavísitölu Bloomberg. Eru eigur Bezos nú metnar á 200 milljarða Bandaríkjadala, 27.600 milljarða króna, á meðan eigur Musk eru metnar á 198 milljarða dala, 27.300 milljarða króna.

Bezos er enginn nýgræðingur á toppi listans því hann var þar síðast árið 2021.

Í þriðja sæti á listanum er Bernard Arnault, eigandi LVMH, en meðal vörumerkja undir félaginu má nefna Louis Vuitton, Fendi, Givenchy, Hennessy, Dom Pérignon og Christian Dior svo örfá séu nefnd. Eru eigur Arnault metnar á 197 milljarða Bandaríkjadala.

Bezos, Musk og Arnault hafa verið í harðri baráttu um efsta sætið á síðustu árum og telja greinendur CNN að sú þróun haldi áfram á næstu misserum. Í fjórða sætinu er Mark Zuckerberg og í 5. sætinu er Bill Gates en þeir eru töluvert á eftir hinum þremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum