fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Met var slegið á sunnudaginn – Mesti hitamunur sögunnar í einu landi

Pressan
Föstudaginn 23. febrúar 2024 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að veðrið í Kína á sunnudaginn hafi einkennst að miklum hita í suðurhluta landsins og nístingskulda í norðurhlutanum. Þá var hitamunsmet slegið því aldrei hefur svo mikill hitamunur mælst í einu landi.

Munurinn á hæsta og lægsta hitanum var 90,3 gráður. Þar með féll gamla metið en það var sett í Bandaríkjunum í janúar 1954.

Í norðvesturhluta landsins er stærsta hérað þess, Xinjiang. Þar er fólk vant köldum vetrum en sem betur fer er álíka kuldi og var á sunnudaginn ekki daglegt brauð. Að morgni til mældist frostið 52,3 gráður. Þetta jafnar kuldametið fyrir febrúar í Kína og er raunar ekki langt frá mesta frostinu sem mælst hefur í landinu en það er 53 gráður og mældist í janúar á síðasta ári.

Það var öllu hlýrra í sunnanverðu landinu, í um 2.500 km fjarlægð, því í suðurhluta Guizhou-héraðsins fór hitinn upp í 38 gráður síðdegis. Venjulega er hitinn þar á þessum árstíma á bilinu 10 til 15 gráður. Mjög hlýtt hefur verið í héraðinu og fleiri héruðum að undanförnu og hefur hitinn farið yfir 33 gráður víða.

Það kemur svo sem ekki á óvart að það sé mikill hitamunur í þessu stóra landi en það eru tæplega 4.000 km á milli norður- og suðurhlutans. En 90 gráðu munur er ekki daglegt brauð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið