fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Pressan

Kynntist manni á stefnumótaforriti sem nú er talinn raðmorðingi – „Mér fannst hann eðlilegur í upphafi“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2024 20:30

Monica White Mynd: Skjáskot People

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 56 ára gamla Monica White telur sig heppna að vera á lífi, en hún fór á stefnumót með karlmanni árið 2021. Manni sem henni fannst ósköp venjulegur, en maðurinn Anthony Robinson, 37 ára, sagði White að hann ætti dóttur og ynni við sorphirðu.

Robinson var handtekinn í nóvember 2021 og var hann talinn hafa myrt að minnsta kosti sex konur í Maryland, Virginíu og Washington D.C. Robinson er nú þekktur undir nafninu Innkaupakerrumorðinginn (e. Shopping Cart Killer) sökum þess að hann keyrði lík kvennanna um í innkaupakerrum.

Seint á árinu 2020 kynntust White og Robinson í stefnumótaappinu Tagged. Eftir að þau kynntust byrjaði Robinson að hringja í White og spjalla á hverjum degi ýmist í síma eða myndsímtali. „Ég var í rauninni ekkert að hugsa neitt á rómantísku nótunum, fyrir mig var þetta bara spjall og félagsskapur,“ segir White, sem hafði verið fráskilin í þrjú ár og langaði til að prófa stefnumót á netinu. „Mér fannst hann eðlilegur í upphafi.“

Fjallað er um mál Robinsons í nýjasta People, en fjölmiðlar vestanhafs hafa fjallað mikið um mál hans frá handtöku hans.

Vildi strax flytja inn til White

Í janúar 2021 ferðaðist Robinson frá Harrisonburg í Virginia til Mechanicsburg í Pennsylvaniu til að hitta White í eigin persónu, hún sótti hann á rútustoppistöðina, en upp frá því var allt rangt við hitting þeirra að hennar sögn.„Það voru ótal rauð flögg. Hann sagði: „Ekki dæma mig strax. Við skulum kynnast hvort öðru. Mér líkar ekki þegar konur hafna mér,“ segir White, sem ákvað samt að kynnast Robinsons frekar. 

Þegar kom að kynlífinu fannst henni það einnig óþægilegt. „Hann reyndi að binda mig, en ég vildi það ekki og sagði honum að ég væri ekkert fyrir slíkt, Hann setti hendurnar á mér fyrir aftan bakið á mér og tók svo um hálsinn á mér.“

Í fyrstu heimsókninni sagði Robinson White að hann vildi flytja inn til hennar. „Ég sagði við hann að hann væri að fara allt of geyst.“

Robinson spurði White hvort hann mætti heimsækja hana aftur mánuði seinna til að fagna 54 ára afmæli White. Hann mætti síðan viku fyrir afmælisveisluna, hafði aðeins keypt rútumiða aðra leiðina, og tilkynnti White að hann væri með góðar fréttir, hann hefði fengið atvinnutilboð á svæðinu.

White stóð ekki á sama og neitaði að sofa hjá Robinson aftur. Hann svaf þó í rúminu hennar á afmælisdaginn hennar og meig í rúmið. Búin að fá nóg tilkynnti White Robinson það að hún hefði ekki áhuga á frekari samskiptum við hann.

„Þá snappaði hann algjörlega og varð reiður,“ segir White, sem lét Robinson hafa 20 dali fyrir rútufarinu heim. Seinna komst hún að því að hann yfirgaf ekki bæinn heldur dvaldi á móteli. Robinson bauð White 500 dali fyrir að koma í heimsókn en hún afþakkaði. Nokkru seinna ók hún framhjá mótelinu og sá Robinson  fyrir utan. „Hann leit út eins og allt annar maður. Ég veit ekki hvort hann var að neyta eiturlyfja eða hvað, en það var eins ég sæi draug, skrímsli.“

Fórnarlömb Robinsons:
Tonita Smith, Stephanie Harrison, Cheyenne Brown, Sonya Champ, Allene Redmon, Skye Allen.

Viss um að Robinson hafi ekki ætlað að myrða hana

Nokkrum mánuðum eftir handtöku Robinsons í nóvember 2021, sýndi frænka White henni frétt með mynd frá handtöku Robinsons, þar sem hann var talinn vera raðmorðingi. 

„Þá small þetta allt saman í höfðinu á mér, hvernig hann hafði snappað skyndilega við mig.“ 

White telur ekki að Robinson hafi viljað drepa hana, en hún hefur áhyggjur af því að höfnun hennar gæti hafa kveikt reiði hans. „Mér finnst eins og ég gæti hafa verið ástæðan fyrir því að hann brjálaðist. Ég hleypti þessum manni inn á heimili mitt, leyfði honum að gista heima hjá mér. Og kemst svo að því að hann fór að drepa konur?“

Robinson hefur verið ákærður fyrir morð á tveimur konum, en hann hefur lýst yfir sakleysi sínu og bíður nú réttarhalda í fangelsi í Virginíu. Hann hefur ekki verið ákærður í hinum málunum, en er talin bera ábyrgð á dauða þeirra kvenna, og málin eru í rannsókn. Lík fimm kvennanna fundust á tímabilinu september til desember 2021, það er eftir að hann var í samskiptum við White. 

Talinn bera ábyrgð á dauða fyrrum kærustu

Sjötta konan, sem Robinsons er nú grunaður um að hafa myrt, er fyrrum kærasta hans, Skye Allen. Móðir hennar fann hana meðvitundarlausa og í öndunarerfiðleikum í febrúar árið 2018, á Valentínusardag í rúmi þeirra Robinsons. Banamein Allen var talið vera hjartaáfall, en móðir hennar hefur aldrei sætt við þá skýringu og ásakaði Robinsons strax um að hafa myrt dóttur sína. Hann neitaði því alfarið. 

Eftir að lík Allene Redmon, 54 ára, og Tonita Smith, 39 ára, fundust 23. nóvember 2021 á lóð við hliðina á innkaupakerru hafði rannsóknarlögreglan samband við móður Skye Allen. Er Robinsons nú grunaður um að bera einnig ábyrgð á dauða hennar og málið er í rannsókn.

Innkaupakerra á vettvangi þar sem lík kvennanna tveggja fundust.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lýsa yfir neyðarástandi vegna þurrka

Lýsa yfir neyðarástandi vegna þurrka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú verður skýrt frá stærstu leyndarmálum ítölsku mafíunnar

Nú verður skýrt frá stærstu leyndarmálum ítölsku mafíunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja um tímamót að ræða – Bóluefni gegn lungnakrabbameini er í þróun

Segja um tímamót að ræða – Bóluefni gegn lungnakrabbameini er í þróun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að merki um krabbamein geti sést mörgum árum áður en einkenni gera vart við sig

Segja að merki um krabbamein geti sést mörgum árum áður en einkenni gera vart við sig
Pressan
Fyrir 6 dögum

Loftslagsbreytingarnar geta valdið risastórum flóðbylgjum á Grænlandi

Loftslagsbreytingarnar geta valdið risastórum flóðbylgjum á Grænlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa hægt á snúningi jarðarinnar – Getur haft áhrif á hvernig við mælum tímann

Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa hægt á snúningi jarðarinnar – Getur haft áhrif á hvernig við mælum tímann