fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Fundu lík 3 ára stúlku í steypu og lík bróður hennar í ferðatösku

Pressan
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 22:30

Jesus og Yesenia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina voru Corena Rose Minjarez, 36 ára, og Jesus Dominguez, 35 ára, handtekin í Pueblo í Colorado í Bandaríkjunum. Þau eru grunuð um að hafa myrt tvö ung börn Jesus.

Systkinin Jesus Jr, fimm ára, og Yesenia Dominguez, þriggja ára, sáust síðast á lífi sumarið 2018. Lögreglan hafði leitað þeirra síðan en það var ekki fyrr en nýlega sem leitin bar árangur.

Þá fannst lík Yesenia í steypuklumpi sem var geymdur í geymslu. Lík Jesus fannst í ferðatösku sem var í skotti bíls sem komið var með í brotajárnsvinnslu.

Fyrir aðeins viku sagði talsmaður lögreglunnar í Pueblo að ekkert hefði spurst til systkinanna síðan í júlí 2018.

Lík Yesenia fannst þegar eitt rýmið í Kings Storage var tæmt þann 20. janúar síðastliðinn vegna þess að leigan hafði ekki verið greidd. Gámur, fullur af steypu, var í rýminu og fannst lík Yesenia í steypunni.

Lögreglan yfirheyrði Dominguez og Minjarez í lok janúar.

Þann 6. febrúar leiddi rannsóknin lögregluna að brotajárnsvinnslu einni þar sem bíll, sem Minjarez hafði átt, hafði verið skilinn eftir. Lík Jesus Jr fannst í ferðatösku sem var í skotti bifreiðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“