fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Virtur lögreglumaður skotinn til bana er hann braust inn til nágrannans

Pressan
Sunnudaginn 6. október 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaðurinn Aubree Horton hóf störf fyrir lögregluna í Atlanta árið 2015. Hann hafði undanfarið starfað fyrir deild lögreglunnar sem leitar uppi strokufanga og fékk fyrir vikið titilinn „rannsakandi ársins“ í septembber á þessu ári.

Hann var skotinn til bana á föstudaginn eftir að hann braust inn til nágranna sinna. Hann kom í leyfisleysi í gegnum útidyrnar, hitti þá fyrir húsráðanda og vék sér að honum. Þetta átti sér stað á sjötta tímanum um morguninn. Húsráðandinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð, en greip byssu og skaut Horton til bana í sjálfsvörn. Síðan hafði húsráðandi samband við lögreglu.

Ekki liggur fyrir hvað vakti fyrir Horton en líklegt þykir að hann hafi annað hvort verið í geðrofi eða undir áhrifum vímuefna.

Samfélagið er sagt í áfalli vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið