Hvernig stendur á því að við virðumst alltaf hafa magapláss fyrir eftirrétt? Len Epstein, prófessor í barnalækningum og deildarforseti við Buffalo háskólann, sagði í samtali við Live Science að skýringin á þessu sé fjölbreytni.
„Hluti af ástæðunni fyrir því að fólk hættir að borða máltíð er að það er þreytt á matnum. Það er búið að borða hann og það er ekki lengur nein örvun. Það veit nákvæmlega hvernig hann bragðast. En ef þú kemur með nýtt bragð, lykt eða jafnvel áferð, þá er auðvelt að komast yfir tilfinninguna um að vera saddur,“ sagði Epstein.
„Þú getur haldið áfram að bera nýjan mat á borð fyrir fólk og það heldur áfram að borða þar til það getur ekki meira. En það er ein af ástæðunum fyrir að fólk borðar meira en það þarf,“ sagði hann einnig.