fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Pressan

Nokkur merki þess að makinn sé að halda framhjá þér

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. febrúar 2023 22:00

Þekkir þú þessi merki?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem halda framhjá maka sínu, þetta á bæði við um karla og konur, vilja yfirleitt ekki játa framhjáhaldið og því getur verið erfitt fyrir makann að komast að hinu sanna. En það eru nokkur merki, sem eru hugsanlega merki um að makinn sé að halda framhjá, sem hinn makinn á að geta lesið í. Þessi merki ættu allir að geta lesið og áttað sig á samhenginu.

Hann fer meira út. Skyndilega er svo mikið að gera hjá honum öllum stundum. Hann fer oftar út að hitta vini sína, eða vinkonur, en áður. Það er líka oftar sem hann þarf að hitta einhverja ættingja. Þetta þýðir ekki nauðsynlega að hann sé að halda framhjá en gæti verið góð vísbending um það.

Hann er snyrtilegri en áður. Þegar fólk hefur verið í sambandi í ákveðinn tíma er það farið að þekkja hvort annað inn og út. Það veit því vel hvernig makinn þrífur sig, klæðir sig og svo framvegis. En það getur verið vísbending um framhjáhald ef hann fer skyndilega að huga miklu meira að eigin útliti. Af hverju fer hann svona oft í bað? Er hann að reyna að heilla þig? Það eru kannski ekki miklar líkur á því.

Skapsveiflur. Makinn hefur enga góða ástæðu til að fara eitthvað án þín og því skáldar hann þessa ástæðu. Hann verður því auðveldlega pirraður eða reiður  því hann er alltaf að reyna að finna nýja afsakanir fyrir fjarveru sinni. Þetta er lýjandi og veldur skapsveiflum. Þegar þú spyrð hann út í stöðuga fjarveru hans af heimilinu verður hann væntanlega æstur og forðast að svara.

Hann þarf skyndilega mikið einkalíf. Þið hafið þekkst lengi og alltaf talað saman um það sem er að gerast í lífi ykkar. En núna er allt breytt. Hann vill ekki segja þér hvað er að gerast hjá honum og segir bara að þú sért forvitin(n). Hann reiðist ef þú spyrð hverjum hann er að senda skilaboð.

Hann heldur símanum sínum frá þér. Ef makinn fer skyndilega að halda símanum sínum frá þér þá getur það verið merki um að hann hafi eitthvað að fela. Skiptir þá engu þótt þú hafi haft aðgang að símanum áður eða ekki.

Hann veltir sökinni yfir á þig. Ef þú spyrð hann út í hugsanlegt framhjáhald mun hann sjálfkrafa varpa sökinni á þig og saka þig um að ljúga. Þetta getur verið eitthvað alls ótengt, til dæmis að hafa ekki búið um rúmið eða að hafa ekki vaskað upp. Hann reynir allt til að forðast að tala um það sem hann hefur sjálfur gert.

Kynlífslöngunin er minni. Þú veitir því athygli að kynlífslöngun hans hefur minnkað mikið. Þú ert til í tuskið en makinn vísar þér á bug. Það getur verið merki um að einhver annar sjái um að fullnægja honum kynferðislega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“
Pressan
Í gær

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óútskýrð ófrjósemi kvenna tengist genum sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum

Óútskýrð ófrjósemi kvenna tengist genum sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hornsteinar lífsins, sem voru teknir á loftsteininum Ryugu, eru eldri en sólkerfið

Hornsteinar lífsins, sem voru teknir á loftsteininum Ryugu, eru eldri en sólkerfið