fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Geymdi lík vinar síns í frystikistu í tvö ár – Nú er kominn dómur í málinu

Pressan
Fimmtudaginn 7. desember 2023 20:30

Þessi frystikista tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulegt mál var leitt til lykta fyrir dómstólum í Birmingham á Englandi í vikunni en það varðar 53 ára karlmann sem var ákærður fyrir að geyma lík vinar síns í frystikistu á heimili sínu.

Hinn ákærði í málinu, Damion Johnson, pantaði frystikistu þegar vinurinn, hinn 71 árs gamli John Wainwright, lést á heimili þeirra í september 2018.

Johnson og Wainwright höfðu verið vinir í 27 ár og flutti Johnson inn til hans árið 2015, meðal annars til að sinna umönnun þar sem Wainwright átti orðið erfitt með að búa einn vegna heilsubrests.

Eftir andlát Wainwrights árið 2018 sagði hann aðstandendum að jarðarförin hefði þegar farið fram en hann tilkynnti andlátið ekki til yfirvalda. Vildu saksóknarar meina að ástæða þess hafi verið sú að hann vildi komast yfir lífeyrisgreiðslur Wainwrights og var hann því ákærður fyrir fjársvik og illa meðferð á líki.

Johnson neitaði þessu og sagðist hafa verið yfirkominn af sorg vegna dauða Wainwrights sem var honum ákveðin föðurímynd. Dæmt var í málinu í vikunni og fékk Johnson tveggja ára fangelsisdóm vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið