fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Pressan

Hvarf tveggja barna móðurinnar Nicola Bulley – „Það er eitthvað ekki eins og það á að vera“

Pressan
Mánudaginn 6. febrúar 2023 18:57

Nicola Bulley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérhæft köfunarteymi tók í dag til starfa við leitina að Nicola Bulley, tveggja barna móður sem hvarf sporlaust fyrir tíu dögum síðan í gönguferð með hundinn sinn. Daily Mail fjallar um málið en kenning lögreglunnar er sú að Bulley hafi fallið í ánna Wyre sem liggur í gegnum bæinn St Michael’s on Wyre í Lancashire-sýslu í Norðvestur-Englandi.

Sjá einnig: Örvæntingafull leit að tveggja barna móður í Englandi – Hvarf sporlaust í gönguferð með hundinum

Segja má að það sé ein rökréttasta skýringin á hvarfi Bulley en lík hennar hefur ekki fundist í ánni þó að björgunarsveitir hafi kembt ánna í nágrenni við staðinn sem Bulley hvarf. Hið sérhæfða teymi mun þó notast við rándýran tæknibúnað og lofar stofnandi teymisins og hæstráðandi, Peter Faulding að lík Bulley muni finnast innan klukkustundar sé það einhversstaðar í ánni. Það telur Faulding nefnilega ekki víst.

Peter Faulding

„Það er eitthvað ekki eins og það á að vera,“ segir Faulding varðandi málið í samtali við Daily Mail. Fram hefur komið að Bulley var í góðu formi og mjög öflug sundkona og því finnst kafaranum það ólíklegt að hún hafi drukknað við það eitt að falla í ánna. Straumurinn sé ekki þungur auk þess sem áin er frekar grunn. „Hún gæti hafa misst andann út af því hvað vatnið var kalt,“ stingur Faulding upp á sem mögulegri skýringu.

Samsæriskenningar smiðir á yfirsnúningi

Segja má að dularfullt hvarf Bulley hafi vakið þjóðarathygli í Bretlandi. Breska pressan er á yfirsnúningi við að fjalla um málið og sitt sýnist hverjum varðandi mögulegar skýringar. Kenning lögreglunnar er eins og áður segir talin líklegust en aðrar samsæriskenningar hafa náð miklu flugi, til að mynda að eiginmaður Bulley og barnsfaðir sé viðriðinn hvarfið eða þá að Bulley hafi sjálf einfaldlega sviðsett hvarf sitt.

Eins og fram hefur komið hvarf Bulley þegar hún var í gönguferð með hundinum sínum, Willow. Mikla athygli hefur vakið að Bulley var að hlusta á fjarfund í gegnum fjarskiptaforritið Teams í símanum sínum þegar hún hvarf. Sími hennar fannst á bekk við árbakkann og var hún enn skráð inn á fundinn þegar tækið komst í hendur leitarmanna. Skammt frá umræddum bekk fannst svo hundurinn Willow, skraufþurr og hinn rólegasti.

Ekkert bendir þó til þess að Bulley hafi haft nokkra ástæðu til þess að flýja af hólmi né átti hún einhverja óvini svo vitað sé. Á yfirborðinu virtist sem Bulley væri ágætlega stæð og í hamingjuríku sambandi og væri móðir tveggja stúlkna, níu og sex ára, sem hún elskaði útaf lífinu.

Málið þykir því hið undarlegasta og má búast við enn frekara fjölmiðlafári ef hvorki tangur né tetur finnst af Bulley næsta sólarhring.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gamalreyndur starfsmaður rekinn vegna mikillar svitalyktar

Gamalreyndur starfsmaður rekinn vegna mikillar svitalyktar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan óskar eftir aðstoð – Hver er maðurinn?

Lögreglan óskar eftir aðstoð – Hver er maðurinn?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Of lítill svefn dregur úr ónæmisviðbrögðum við bóluefnum

Of lítill svefn dregur úr ónæmisviðbrögðum við bóluefnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðleggja barnshafandi konum að deyfa ljósin fyrir háttatímann – Dregur úr líkum á meðgöngusykursýki

Ráðleggja barnshafandi konum að deyfa ljósin fyrir háttatímann – Dregur úr líkum á meðgöngusykursýki