fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Örvæntingafull leit að tveggja barna móður í Englandi – Hvarf sporlaust í gönguferð með hundinum

Pressan
Mánudaginn 30. janúar 2023 19:00

Nicola Bulley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örvæntingafull leit stendur nú yfir í Englandi að tveggja barna móður, Nicola Bulley, en ekkert hefur til hennar sést í þrjá daga. Síðasta föstudagsmorgun fór Bulley út í göngutúr með hundinn sinn og ætlaði að nýta tímann til þess að taka símafund vegna vinnu sinnar. Á meðan símtalinu stóð virðist Bulley, sem er tveggja barna móðir, hafa horfið sporlaust.

Bulley sást síðast í bænum St Michael’s on Wyre í Lancashire-sýslu í Norðvestur-Englandi, nærri borginni Blackpool.

Skömmu eftir hvarf hennar fannst sími hennar á bekk við ánna Wyre, sem liggur í gegnum bæinn, og var símafundurinn enn í gangi. Skammt frá fannst svo hundurinn hennar á reiki án eiganda síns.

Þegar Bulley skilaði sér ekki heim til sín hófst fljótlega víðtæk leit að henni sem hefur staðið yfir alla helgina. Leitað hefur verið á lofti og í láði af viðbragðsaðilum en ekki tangur né tetur hefur sést af henni.

Víðtæk leit stendur yfir af Bulley í Norðvestur Englandi en engar vísbendingar liggja fyrir um hvað gæti skýrt hvarf hennar.

Bulley, sem er 45 ára, á tvær ungar dætur með sambýlismanni sínum Paul. Í viðtali við The Sun segir hann að fjölskyldan sé að ganga í gegnum helvíti og þau upplifi óraunveruleika tilfinningu útaf hvarfi Bulley.

„Við verðum að finna hana. Hún á tvær dætur hér heima sem þarfnast hennar,“ hefur The Sun eftir sambýlismanninum.

Enginn ummerki hafa verið um einhverskonar átök eða að Bulley hafi verið numinn á brott. Lögreglan lítur því ekki á að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað en það gæti breyst ef nýjar upplýsingar koma fram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“