fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Pressan

Fimmtíu milljónir einstaklinga eru fastir í nútímaþrælahaldi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. september 2022 07:31

Faðir þessarar sex ára afgönsku stúlku seldi hana í hjónaband. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtíu milljónir einstaklingar um allan heim eru fastir í nútímaþrælahaldi, annað hvort neyddir til vinna gegn vilja sínum eða neyddir í hjónaband. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum um stöðu mála. Hefur fólki í þessari stöðu fjölgað mikið á síðustu fimm árum.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að 28 milljónir einstaklinga séu neyddir til að vinna, þar á meðal í vændi, og 22 milljónir hafi verið neyddar í hjónaband.

Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var á mánudaginn. Í henni kemur fram að 10 milljónir hafi bæst við þennan hóp frá 2016. Konur og börn hafa orðið verst úti í þessu.

Stærsti hlutinn af þeim sem eru neyddir til að vinna gegn vilja sínum, eða 86%, starfa í iðnaði, byggingariðnaði, landbúnaði og við heimilisstörf. Milljónir, aðallega konur og börn, eru talin vera ofseld kynlífsofbeldi. Þau 14% sem eftir eru, eru neydd til vinnu hjá opinberum aðilum.

Í skýrslunni kemur fram að aðalvaldbeitingin sem vinnuveitendur nota gegn starfsfólki sé að hóta að halda eftir launum þess og að hóta því brottrekstri.

Rúmlega sex milljónir kvenna og stúlkna hafa verið neyddar í hjónaband, stór hluti er yngri en 16 ára og teljast því barnabrúðir. Megnið af þessum hjónaböndum, 85%, eru knúin áfram af þrýstingi frá fjölskyldum. Flest tilfellin eru í Asíu, Kyrrahafi og Arabaríkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kyrktar og „pakkað saman“ – Morðinginn náðist 32 árum síðar

Kyrktar og „pakkað saman“ – Morðinginn náðist 32 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að fjögurra daga vinnuvika geti dregið úr framfærslukostnaði

Segja að fjögurra daga vinnuvika geti dregið úr framfærslukostnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heyrði eiginkonu sína tala í svefni – Lét lögregluna strax vita hvað hún sagði

Heyrði eiginkonu sína tala í svefni – Lét lögregluna strax vita hvað hún sagði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru nokkur snemmbúin merki um elliglöp

Þetta eru nokkur snemmbúin merki um elliglöp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ganga er góð fyrir heilsuna og hröð ganga er enn betri

Ganga er góð fyrir heilsuna og hröð ganga er enn betri