fbpx
Miðvikudagur 28.september 2022
Pressan

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“

pressan
Laugardaginn 6. ágúst 2022 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september fannst hin unga Gabby Petito látin, en hennar hafði verið saknað síðan kærasti hennar Brian Laundrie sneri einn heim eftir ferðalag sem þau höfðu verið í og neitaði að tjá sig um hvar Gabby væri að finna.

Fljótlega lét Brian sig hverfa og leitaði lögregla hans logandi ljósi, sérstaklega eftir að líkamsleifar Gabby fundust og ljóst var að andlát hennar hafði borið að með saknæmum hætti.

Ekkert spurðist þó til Birans fyrr en að líkamsleifar hans fundust á náttúruverndarsvæði í Flórída í október, en hann hafði tekið eigið líf. Nærri líkamsleifum hans mátti finna bakpoka sem innihélt dagbók þar sem Brian játaði að hafa banað kærustu sinni, en sagði það hafa verið gert af miskunn þar sem Gabby hafi verið afar þjáð eftir að hafa slasað sig. Hann hafi ekki vitað sitt rjúkandi ráð og afráðið að kyrkja hana til að lina þjáningar hennar.

Hann viðurkenndi þó í dagbókinni að líklega hafi það verið vanhugsað en hann hafi „panikkað“.

„Ég er að taka eigið lífi ekki út af því ég óttast refsingu heldur frekar vegna þess að ég get ekki umborið annan dag án hennar,“ skrifaði hann. Hann baðst svo afsökunar á framferði sínu og sagðist vonast til að dýr myndu rífa líkamsleifar hans í sig og að það gæti veitt fjölskyldu Gabby einhvern frið. Eins óskaði hann eftir því að eigur hans yrðu fjarlægðar af verndarsvæðinu þar sem Gabby hafi hatað fólk sem ekki hendir rusli sínu.

Hafa netverjar fett fingur út í þessa skýringu þar sem Gabby fannst skammt frá þeim stað sem bíl þeirra hafði verið lagt og hefði honum verið í lófa lagið að aðstoða Gabby upp á sjúkrahús ef hún var jafn slösuð og hann heldur fram.

Ekki eru það bara netverjar heldur hafa foreldrar Gabby gefið lítið fyrir þessa játningu. Móðir Gabby, Nicole Scmidt segir í samtali við NBC: „Hann vildi tryggja að hann kæmi út sem góði gaurinn. Það er fáránlegt. Við vitum hvernig hún dó.“

Eftir að dagbókarfærslur Brians voru fyrst birtar tísti hún líka: „Narsissistar endurskrifa söguna til að sleppa við að vera látnir sæta ábyrgð.“

Hún heldur því staðfastlega fram að Brian hafi myrt dóttur hennar því hann var ofbeldismaður og hefur nú heitið því að gefa um 14 milljónir inn nafi dóttur hennar til samtala sem berjast gegn heimilisofbeldi og vonast hún til að það geti hjálpað þolendum á borð við dóttur hennar sem finna sig í ofbeldissamböndum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bestu aðferðina til að svæfa grátandi börn

Fundu bestu aðferðina til að svæfa grátandi börn