fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Á einum mánuði varð hann einn ríkasti maður heims

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. nóvember 2022 19:45

Jeff Yass. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á skömmum tíma hefur nánast óþekktur fjárfestir og frumkvöðull skotist upp fyrir mörg hundruð auðmenn á listanum yfir ríkasta fólk heims. Hann getur þakkað samfélagsmiðlinum TikTok fyrir þetta.

Nöfn á borð við Jeff Bezos, Warren Buffet og Bill Gates koma reglulega fyrir á listanum yfir auðugasta fólk heims. En nú er nýr maður kominn inn á listann og veitir „gömlu“ auðmönnunum harða samkeppni.

Hann heitir Jeff Yass. Hann er 66 ára og er stofnandi, eigandi og forstjóri Susquehanna International Group fjárfestingafélagsins. Það er með höfuðstöðvar í Pennsylvania.

Á tæpum 40 dögum jukust eignir hans um sem nemur rúmlega 4.000 milljörðum íslenskum krónum. Í lok september var virði þeirra sem nemur um 640 milljörðum íslenskum krónum en nú orðið miklu meira.

Hann getur þakkað samfélagsmiðlinum TikTok fyrir þetta. Hann á nefnilega 7% í ByteDance sem á TikTok. Bloomberg skýrir frá þessu.

Hann keypti hlut í Byte Dance 2012, fjórum árum áður en fyrirtækið setti TikTok á markaðinn.

Í september tilkynnti fyrirtækið, sem er kínverskt, að það bjóðist til að kaupa hlutabréf af hlutabréfaeigendum og vilji greiða sem nemur um 24.000 íslenskum krónum á hlut. Samtals er virði þessara hlutabréfa sem nemur um 40.000 milljörðum íslenskra króna.

Það eru þessi kaup ByteDance á eigin hlutabréfum sem snarhækkuðu auð Yass.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Í gær

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?