fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Slæmar fréttir fyrir feður – Börn erfa greind sína frá móður sinni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kæri faðir, ef þú hefur alla tíð gengið stoltur um í þeirri trú að börnin þín hafi erft greind sína og snilld frá þér, þá færum við þér slæmar fréttir. Flest bendir til að börnin þín hafi erft greind sína frá móður sinni, ekki frá þér.

Mirror skýrir frá þessu. Fram kemur að í gegnum tíðina hafi margar rannsóknir verið gerðar á þessu og niðurstaða þeirra er nánast á einn veg. Börn erfa greind sína frá móður sinni, ekki föður.

Mirror segir að ástæðan fyrir þessu sé, samkvæmt rannsóknunum, að það er x-litningurinn sem stýrir greindinni. Konur eru með tvo x-litninga (XX) en karlar eru með einn X- og einn Y- (XY). Það eru því tvöfalt meiri líkur á að börnin erfi greindina frá móður sinni en frá föður sínum.

Rannsókn, sem var gerð á vegum Medical Research Council Social and Public Health Sciences Unit í Glasgow í Skotlandi, sýndi að greindarvísitala barna er oft mjög svipuð og greindarvísitala móður þeirra.

En það hressir kannski einhverja feður að rannsóknir hafa sýnt að greind er ekki aðeins byggð á erfðum. Psychology Spot segir að 40-60% af greind hvers einstaklings sé frá foreldrum komin (þá væntanlega aðallega móður) en restin sé áunnin í uppvextinum.

Það er því engin ástæða fyrir feður að sitja súrir úti í horni og gráta það að börnin þeirra hafi ekki erft greind sína frá þeim. Þeir geta reynt að nota sér það svigrúm sem er til að hafa áhrif á börnin á uppvaxtarárunum, til dæmis með því að leika fræðandi og þroskandi leiki með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?