fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Havanaheilkennið herjar á bandaríska diplómata í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. janúar 2022 17:32

Frá Havana. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið svokallaða Havanaheilkenni hefur að undanförnu gert vart við sig hjá bandarískum diplómötum í París og Genf. Flytja þurfti einn þeirra til Bandaríkjanna til læknismeðferðar.

Wall Street Journal skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum innan stjórnkerfisins. Talið er að Havanaheilkennið eigi rætur að rekja til árása á stjórnarerindrekana. Kenningar hafa verið settar fram um að óvinaríki Bandaríkjanna beiti  örbylgjum gegn diplómötunum.

Að minnsta kosti þrír starfsmenn sendiráðsins í Genf hafa sýnt einkenni Havanaheilkennisins og einn í París.

Fram að þessu hafa um 200 bandarískir diplómatar, njósnarar og hermenn orðið fyrir barðinu á heilkenninu. Það einkennir það að sársaukafullt hljóð fyllir eyrun og fólk verður þreytt og svimar.

Heilkennið uppgötvaðist fyrst í Havana, höfuðborg Kúbu, árið 2016. Þar hafa 22 diplómatar og fjölskyldumeðlimir þeirra hlotið varanlegt heyrnartjón eða heilaskaða á meðan þeir störfuðu í borginni.

Alríkislögreglan FBI hefur rannsakað málin en hefur ekki tekist að upplýsa þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?