fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
Pressan

Þetta eru einkenni þess að þú sért með Ómíkron að sögn vísindamanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 06:04

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkdómseinkenni af völdum Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar eru öðruvísi en einkennin af völdum Delta og fyrir þá sem smitast er þetta mikill og jákvæður munur, það er að segja ef þeir smitast af Ómíkron.

Þeir sem hafa smitast af Deltaafbrigðinu kannast eflaust margir við einkenni á borð við hita, vöðvaverki, nefrennsli, höfuðverk og hálsbólgu. En með tilkomu Ómíkron breyttust sjúkdómseinkennin.

CBS skýrir frá þessu og byggir á niðurstöðum nýrra rannsókna. „Fyrsta merki um Ómíkronsmit er þurr hósti, pirringur í hálsi, brjóstverkir, bakverkir og höfuðverkur,“ er haft eftir Angelique Coetzee, forstjóra samtaka suðurafrískr lækna.

Meðgöngutíminn er einnig styttir þegar um Ómíkron er að ræða eða um þrír dagar en þegar um Delta er að ræða er hann fjórir eða fimm dagar. Þess utan einkennir það oft Ómíkronsmit að einkenninu eru mild. Þannig geta margir, sem eru smitaðir af Ómíkron, smitað út frá sér án þess að vita að þeir séu smitaðir.

Anthony Fauci, helsti sérfræðingur Bandaríkjanna á svið farsóttafræði, segir að Ómíkron leggist aðallega á efri hluta öndunarfæranna, það hafi rannsóknir á músum og hömstrum sýnt.

Eitt af því sem gerir einnig að verkum að Ómíkronsmit er öðruvísi en Deltasmit er að ekki er að sjá að fólk missi bragð- og lyktarskyn þegar um Ómíkronsmit er að ræða. Niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá í nóvember sýna að um 1,6 milljónir Bandaríkjamanna glíma við langvarandi missi á bragð- og lyktarskyni. En með tilkomu Ómíkron ætti þetta vandamál að vera minna að umfangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Enn fækkar barnsfæðingum í Kína – Tíðnin hefur ekki verið lægri í 61 ár

Enn fækkar barnsfæðingum í Kína – Tíðnin hefur ekki verið lægri í 61 ár
Pressan
Í gær

Lögreglan var viss um að hafa fundið morðingja stúlknanna – En málið tók óvænta og banvæna stefnu

Lögreglan var viss um að hafa fundið morðingja stúlknanna – En málið tók óvænta og banvæna stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ómíkron gæti markað endi heimsfaraldursins nema þetta gerist segir Fauci

Ómíkron gæti markað endi heimsfaraldursins nema þetta gerist segir Fauci
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gaf barnið sitt eftir að hún komst að lygum barnsföðurins

Gaf barnið sitt eftir að hún komst að lygum barnsföðurins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðmálið sem skekur Ástralíu – Lík 9 ára stúlku fannst í olíutunnu

Morðmálið sem skekur Ástralíu – Lík 9 ára stúlku fannst í olíutunnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvæntar fréttir af máli Madeleine McCann – Fundu „skelfileg sönnunargögn“

Óvæntar fréttir af máli Madeleine McCann – Fundu „skelfileg sönnunargögn“