fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Pressan

Úrskurðaður í gæsluvarðhald – Umskar dóttur sína og reyndi að selja hana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 06:13

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

43 ára karlmaður var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af dómara í Óðinsvéum í Danmörku. Maðurinn er grunaður um fjölda ofbeldisverka gegn 17 ára dóttur sinni og 14 ára syni.

Fyens Stiftstidende skýrir frá þessu. Fram kemur að ofbeldið hafi átt sér stað í Kenía og Sómalíu frá sumrinu 2017 fram í desember á síðasta ári. Faðirinn er sakaður um að hafa neitað börnum sínum um að ganga í skóla eða vera í sambandi við fjölskyldu þeirra í Danmörku, þar á meðal móður þeirra.

Börnin bjuggu í Óðinsvéum fram á sumar 2017 en þá fór faðirinn með þau til Afríku. Þar er hann sagður hafa beitt stúlkuna grófu ofbeldi, umskorið hana, brennt fætur hennar með heitum hníf, læst hana inni og svelt. Hann er sagður hafa reynt að koma henni í hjónaband með miklu eldri manni í Kenía og að hafa reynt að selja hana. Hann er einnig sakaður um að hafa leyft fjölskyldumeðlimi að nauðga stúlkunni ítrekað. Hann er sakaður um að hafa beitt piltinn ofbeldi en ekki er nánar skilgreint í gögnum lögreglunnar hvers eðlis það var.

Maðurinn neitar sök en kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn ekki til æðra dómstigs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum