fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Enn umlykur dulúð dauða Dag Hammarskjöld

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. september 2021 08:00

Dag Hammarskjöld. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er mörgum spurningum ósvarað varðandi dauða Dag Hammarskjöld, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem lést í flugslysi í Kongó árið 1961. Segja má að ósvöruðu spurningunum hafi bara fjölgað með árunum.

Hammarskjöld, sem var Svíi, fékk friðarverðlaun Nóbels eftir dauða sinn. Því hefur verið velt upp hvort uppreisnarmenn og málaliðar, sem voru í slagtogi með vestrænum leyniþjónustustofnunum og námufyrirtækjum, hafi staðið á bak við flugslysið. Einnig hefur því verið velt upp hvort mistök flugmanns hafi valdið því.

Breska dagblaðið The Observer hefur kafað djúpt ofan í málið og er niðurstaða þess að bæði bresk og bandarísk yfirvöld þurfi að svara mörgum spurningum varðandi málið. Í heimildarmynd danska leikstjórans Mads Brügger frá 2019, Cold Case Hammarskjöld, tengir hann belgískan leigumorðingja, sem tengdist breskri leyniþjónustu, við málið.

Hammarskjöld var á leið til Ndola í Norður-Ródesíu, sem nú er Sambía, aðfaranótt 18. september 1961 þegar flugvél hans hrapaði. Hann var á leið til að semja um vopnahlé við leiðtoga Katanga sem vildi sjálfstæði frá Kongó sem hafði lýst yfir sjálfstæði frá Belgíu nokkrum mánuðum áður. Kalda stríðið var í hámarki og Hammarskjöld var staðráðinn í að verja sjálfstæði SÞ fyrir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og gömlu nýlenduþjóðunum.

Stórveldin fylgdust vel með ferð Hammarskjöld því Katanga bjó yfir miklum náttúruauðæfum í formi verðmætra málma. Námufyrirtæki, sem vildu ekki að Kongó yrði sjálfstætt ríki, fjármögnuðu uppreisnarstjórnina í Katanga og hún naut einnig stuðnings belgískra nýlendusinna og evrópskra málaliða.

Í flugslysinu létust 17 manns. Einn farþeganna, bandarískur starfsmaður SÞ, lifði í nokkra daga eftir slysið og gat skýrt frá því að öflug sprenging hefði orðið um borð í vélinni. Orðrómi um skemmdarverk var þó fljótlega vísað á bug og niðurstöður rannsókna voru að mistök flugmanna hefðu valdið því að vélin hrapaði.

Síðustu ár hefur þó vaxandi athygli beinst að þeirri kenningu að vísvitandi verknað hafi verið að ræða. Fyrir tveimur árum studdu rúmlega 100 ríki tillögu Svía á allsherjarþingi SÞ um að áfram verði haldið að rannsaka hrap vélarinnar. Tillagan var sett fram í kjölfar skýrslu SÞ sem bendir til að flugvélin hafi verið skotin niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Pressan
Í gær

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu