fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Bretar reyna að landa stórum fríverslunarsamningi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 08:00

Bretar vilja aðild að CPTPP-fríverslunarsamningnum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar vinna nú hörðum höndum að því að fá aðild að fjölþjóðlega fríverslunarsamningnum CPTPP en hann nær til 11 ríkja í Asíu og Kyrrahafi. Viðræður á milli aðildarríkja samningsins og Breta hefjast í dag.

„Þetta er sá heimshluti þar sem stærstu tækifæri Bretlands eru. Við yfirgáfum ESB með því loforði að styrkja tengslin við gamla bandamenn og hraðvaxandi neytendamarkaði utan Evrópu,“ sagði Liz Truss, viðskiptaráðherra Bretlands, um viðræðurnar.

Samkvæmt CPTPP-samningnum þá falla 95% af öllum tollum niður í viðskiptum aðildarríkja samningsins en þau eru: Japan, Kanada, Ástralía, Víetnam, Nýja-Sjáland, Singapore, Mexíkó, Perú, Chile, Brúnei og Malasía.

Ef Bretar fá aðild að CPTPP er ekki reiknað með auknum útflutningi en aðild mun tryggja aðgang að mörkuðum í aðildarríkjunum, meðal annars fyrir fjármálageirann. Ríkisstjórnin telur aðild einnig leið til að komast til aukinna áhrifa í heimshluta þar sem Kínverjar verða sífellt valdameiri efnahagslega séð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku