fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Pressan

Biden ætlar að segja Pútín hvar mörkin liggja og heitir því að aðstoða Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 07:00

Biden og Pútín þegar þeir hittust 2011. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, fundar með Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, í Genf í Sviss á morgun. Á fundi þeirra ætlar Biden að gera Pútín grein fyrir hvar Bandaríkin draga mörkin varðandi eitt og annað í alþjóðamálum. Hann heitir því einnig að Bandaríkin muni verja fullveldi Úkraínu fyrir ágangi Rússa.

Þetta sagði Biden í gær að loknum leiðtogafundi NATO í Brussel. Á fréttamannfundi sagði hann að Bandaríkin vildu ekki standa í deilum við Rússa en „við munum svara ef Rússar halda áfram skaðlegum aðgerðum sínum“. Þar vísaði hann til árása rússneskra tölvuþrjóta á bandarísk fyrirtæki og stofnanir og afskipti Rússa af forsetakosningunum. „Ég mun gera það ljóst hvar rauðu línurnar eru,“ sagði Biden.

Ein þessara rauðu lína snýr að Úkraínu og hét Biden því að Bandaríkin muni hjálpa Úkraínu við að komast í þá stöðu að landið geti tryggt öryggi sitt ef Rússar verða ágengir.

Þrátt fyrir það sem segja má að séu þung orð um samskipti ríkjanna sagðist Biden vonast til að ríkin tvö geti unnið saman. „Ég mun gera Pútín ljóst að það eru málaflokkar sem við getum unnið saman að,“ sagði hann og bætti við að hann vonist til að Pútín hafi áhuga á að „breyta þeirri mynd sem heimsbyggðin hefur af honum“.

Volodymyr Zelenskij, forseti Úkraínu, þrýsti á að NATO myndi taka Úkraínu inn í varnarbandalagið á fundinum um helgina. Biden hafnaði því á mánudaginn og sagði Úkraína þurfi að gera frekari lýðræðisumbætur og herða baráttuna gegn spillingu til að geta orðið aðildarríki varnarbandalagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt stefnumótaapp á markaðinn í Íran

Nýtt stefnumótaapp á markaðinn í Íran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa fundið ummerki eftir loftsteininn sem drap risaeðlurnar

Hafa fundið ummerki eftir loftsteininn sem drap risaeðlurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eftirlifendur frá Útey fá morðhótanir og hatursskilaboð – „Synd að Breivik miðaði ekki betur“

Eftirlifendur frá Útey fá morðhótanir og hatursskilaboð – „Synd að Breivik miðaði ekki betur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

COVID-19 sjúklingur dulbjó sig sem konu til að geta ferðast flugleiðis

COVID-19 sjúklingur dulbjó sig sem konu til að geta ferðast flugleiðis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svíar hyggjast þyngja refsingar yfir ungmennum

Svíar hyggjast þyngja refsingar yfir ungmennum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann er einn áhrifamesti andstæðingur bólusetninga í Bandaríkjunum

Hann er einn áhrifamesti andstæðingur bólusetninga í Bandaríkjunum