fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
Pressan

Hneyksli skekur Liverpool – Spilling og handtökur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 11:20

Joe Anderson. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember var Joe Anderson, borgarstjóri í Liverpool, handtekinn en hann er grunaður um mútuþægni og að hafa haft í hótunum við vitni. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós ótrúlega stöðu í ráðhúsi borgarinnar og nú hafa embættismenn frá Lundúnum verið sendir til borgarinnar til að stýra henni.

Grunur leikur á að mútur hafi komið við sögu í tengslum við ýmsar byggingaframkvæmdir, starfsfólki hefur verið hótað og skjöl hafa horfið eða bara aldrei verið skrifuð. Ef þau voru skrifuð og þóttu „hættuleg“ var þeim eytt. Í heildina vægast sagt slæmt starfsumhverfi.

Lögreglan hefur rannsakað mál er tengjast ýmsu misjöfnu varðandi byggingaframkvæmdir og viðhaldsvinnu hjá æðstu stjórnmála- og embættismönnum borgarinnar og hefur rannsóknin staðið yfir síðan 2016.

Almenningur fékk veður af málinu í desember þegar Joe Anderson, sem hefur verið borgarstjóri síðan 2010, var handtekinn. En fleiri félagar hans úr Verkamannaflokknum voru einnig handteknir, þar á meðal Derek Hatton sem sér um byggingamál í borginni. Lögreglan hefur ekki skýrt frá hvað liggur að baki gruninum en bent hefur verið á að líklega tengist það sölu á byggingum og lóðum á verði langt undir markaðsverði. 12 hafa verið handteknir vegna rannsóknarinnar.

Í kjölfar handtöku Joe Anderson setti breska ríkisstjórnin rannsókn af stað á stöðu mála í Liverpool. Niðurstöður hennar voru kynntar nýlega. Fram kom að alvarleg afbrot hefðu verið framin af æðstu stjórnendum borgarinnar og að skjalavarsla hefði verið í miklu ólagi ef hún var þá til staðar. Vanmat á verðmæti bygginga og lóða hefur kostað borgarbúa sem svarar til um 20 milljarða íslenskra króna. Þess utan var ekki farið eftir reglum og venjum hvað varðar stjórnun hjá hinu opinbera og framkomu við starfsfólk.

Vegna þessa hafa embættismenn frá Lundúnum nú tekið yfir stjórn borgarinnar næstu þrjú árin til að reyna að koma lagi á hlutina. Kosið verður til borgarstjórnar í byrjun maí en nýkjörin borgarstjórn mun hafa miklu minni völd en áður. Þetta er í fyrsta sinn sem embættismenn taka yfir stjórn svo stórrar borgar en það hefur fimm sinnum áður verið gert í litlum bæjum.

Joe Anderson hefur nú verið rekinn úr Verkamannaflokknum. Hann neitar sök og segir að málið eigi allt rætur að rekja til öfundar út í hversu góðum árangri hann náði við stjórn borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar
Pressan
Í gær

Franskir vínbændur fara illa út úr frostakafla

Franskir vínbændur fara illa út úr frostakafla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stóri bólusetningardagurinn í Danmörku – Ætla að bólusetja 100.000 manns í dag

Stóri bólusetningardagurinn í Danmörku – Ætla að bólusetja 100.000 manns í dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hans lést af völdum COVID-19 – Samsæriskenningasmiður sem sagði kórónuveiruna ekki vera til

Hans lést af völdum COVID-19 – Samsæriskenningasmiður sem sagði kórónuveiruna ekki vera til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja alræmda glæpafjölskyldu hafa staðið á bak við ótrúlegan demantaþjófnað

Segja alræmda glæpafjölskyldu hafa staðið á bak við ótrúlegan demantaþjófnað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sendi sjálfan sig í flugfrakt á milli heimsálfa

Maðurinn sem sendi sjálfan sig í flugfrakt á milli heimsálfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskar hersveitir sendar að landamærum Úkraínu – Hvað ætlar Pútín að gera?

Rússneskar hersveitir sendar að landamærum Úkraínu – Hvað ætlar Pútín að gera?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna ælir fólk þegar það er með timburmenn

Þess vegna ælir fólk þegar það er með timburmenn