fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Pressan

George W. Bush um sambandið við Michelle Obama – „Mér brá“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 05:15

George W. Bush og Michelle Obama saman á samkomu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau hafa faðmast og haldist í hendur fyrir framan sjónvarpsvélarnar. Þetta eru þau George W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Michelle Obama, fyrrum forsetafrú. Bush segist ekki skilja af hverju þetta veki athygli.

„Mér finnst það vera vandamál að Bandaríkjamenn séu svo klofnir í hugsanagangi sínum að þeir geti ekki ímyndað sér að George W. Bush og Michelle Obama geti verið vinir,“ sagði hann í samtali við CBS.

Í viðtali við sjónvarpsstöðina ræddi hann vináttu sína við Michelle Obama en eins og kunnugt er er Bush Repúblikani en Obama-hjónin eru Demókratar. Hann sagði frá því atviki sem hafi komið honum mest á óvart en það var þegar þau voru viðstödd útför John McCain 2018. Þá gaf Bush Michelle Obama hálstöflu. „Það var mest blásið upp þegar ég gaf henni hálstöflu við útför McCain. Mér brá við þetta. Við settumst inn í bílinn eftir athöfnina og það var annaðhvort Barbara (móðir Bush, innsk. blaðamanns) eða Jenna (dóttir hans, innsk. blaðamanns) sem sagði: „Þú trendar.““

Þar átti hún við að myndir af þessu augnabliki tröllriðu þá strax samfélagsmiðlum. „Bandaríkjamenn voru svo hissa á að Michelle Obama og ég gætum verið vinir,“ sagði hann.

Þau vöktu einnig mikla athygli á sýningu hjá Smithsonian National Museum of African American History and Culture 2016 en þá föðmuðust þau. Bush sagði þetta „vera stóra faðmlagið“.

Þau hafa nokkrum sinnum sést haldast í hendur við opinbera viðburði og samband þeirra er greinilega gott.

Michelle Obama hefur sjálft sagt að samband þeirra sé ekki síst tilkomið vegna þess að samkvæmt reglum þá séu þau alltaf hlið við hlið á opinberum viðburðum. Ástæðan fyrir því er að Obama-fjölskyldan tók við Hvíta húsinu eftir Bush. „Þess vegna erum við alltaf saman og ég elska hann mikið. Hann er frábær og skemmtilegur maður,“ sagði hún við Time Magazine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

45.000 vilja fá að taka þátt í veiðum á vísundum í Miklagljúfri

45.000 vilja fá að taka þátt í veiðum á vísundum í Miklagljúfri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eignaðist barn um borð í farþegaflugvél – Læknir og hjúkrunarfræðingar á fyrirburadeild voru meðal farþega

Eignaðist barn um borð í farþegaflugvél – Læknir og hjúkrunarfræðingar á fyrirburadeild voru meðal farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjar og óhugnanlegar upplýsingar um hvarf flugs MH370

Nýjar og óhugnanlegar upplýsingar um hvarf flugs MH370
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegar myndir úr yfirgefnu húsi vekja athygli – Eigendurnir létu lífið fyrir þremur árum

Óhugnanlegar myndir úr yfirgefnu húsi vekja athygli – Eigendurnir létu lífið fyrir þremur árum