fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Danska lögreglan fann 206 kíló af sprengiefni – „Sögulegur fundur“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 07:33

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lögreglan lagði á sunnudaginn hald á 206 kíló af sprengiefni á Amager í Kaupmannahöfn. Efnið var geymt í skúr í íbúðahverfi. Lögreglunni höfðu borist ábendingar um nokkra aðila sem væru líklega með sprengiefni. Fylgst var með viðkomandi og á sunnudaginn var látið til skara skríða og leit gerð í skúrnum. Tveir voru handteknir.

Henrik Andersen, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að magnið væri mjög mikið og að hann myndi ekki eftir að annað eins magn hefði fundist og því væri í lagi að segja þetta „sögulegan fund“.

Annar hinna handteknu, 21 árs karlmaður, tengist skipulögðum glæpasamtökum að sögn lögreglunnar. Ekki er talið að nota hafi átt sprengiefnið við hryðjuverk en lögreglan telur að það tengist glæpasamtökum í Svíþjóð sem hafa verið iðin við sprengjuárásir á undanförnum misserum. Málið er því rannsakað í samvinnu við sænsku lögregluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“