fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Pressan

Þjóðverjar hætta við að gefa seinni skammtinn af AstraZeneca – Fólk fær annað bóluefni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 07:00

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Þjóðverjar, yngri en 60 ára, sem hafa fengið einn skammt af bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 fá ekki seinni skammtinn. Þess í stað verða þeir bólusettir með skammti af öðru bóluefni. Yfirvöld sambandslýðveldisins og yfirvöld í sambandsríkjunum 16 náðu samkomulagi um þetta í gær.

Þýsk yfirvöld tilkynntu í lok mars að fólki yngra en 60 ára muni ekki lengur verða bólusett með bóluefninu frá AstraZeneca vegna hugsanlegra tengsla þess við sjaldgæf tilfelli blóðtappa. Fólk í þessum aldurshópi, sem hefur nú þegar fengið einn skammt af bóluefni AstraZeneca, mun því fá annað hvort bóluefni frá Pfizer/BioNTech eða Moderna þegar kemur að síðari skammtinum. Dpa skýrir frá þessu.

Klaus Holetschek, heilbrigðisráðherra Bæjaralands, sagði þessa lausn veita fólki góða vernd gegn sjúkdómnum.

Ákvörðunin er í takt við þær ráðleggingar sem bólusetningarnefnd landsins setti fram í síðustu viku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO er þó ekki sömu skoðunar og segir ekki hægt að mæla með að skipt sé um bóluefni á milli skammtanna tveggja því ekki liggi fyrir gögn um hversu góða vernd það veiti.

Að minnsta kosti 2,2 milljónir Þjóðverja, yngri en 60 ára, hafa fengið fyrri skammtinn af bóluefni AstraZeneca á síðustu vikum. Þjóðverjar hafa, eins og nokkur önnur lönd, takmarkað notkun bóluefnis AstraZeneca vegna hugsanlegra tengsla þess við blóðtappa.

Evrópska lyfjastofnunin, EMA, sagði í síðustu viku að blóðtapparnir séu mjög sjaldgæf aukaverkun af bóluefni AstraZeneca. Stofnunin sagði einnig að ávinningurinn af notkun bóluefnisins vegi upp á móti áhættunni.

Fram til 4. apríl var tilkynnt um 222 tilfelli blóðtappa hjá þeim 34 milljónum íbúa í ESB, Bretlandi og þremur löndum til viðbótar sem höfðu fengið bóluefni AstraZeneca. EMA segir að fram til 18. mars hafi 18 dauðsföll verið skráð sem hugsanlega tengjast bóluefninu.

Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson ákvað í gær að fresta dreifingu bóluefnis síns í Evrópu á meðan rannsakað er hvort bóluefni fyrirtækisins hafi svipaðar aukaverkanir og bóluefni AstraZeneca. Bandaríska lyfjastofnunin tilkynnti í gær að hlé yrði gert á notkun bóluefnisins á meðan rannsakað er hvort nokkur tilfelli blóðtappa tengist notkun þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegt ástand á Indlandi – Starfsfólk í líkbrennslum og grafreitum trúir ekki dánartölum yfirvalda

Skelfilegt ástand á Indlandi – Starfsfólk í líkbrennslum og grafreitum trúir ekki dánartölum yfirvalda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samband Bill og Melinda Gates – „Hún átti aðra kærasta“

Samband Bill og Melinda Gates – „Hún átti aðra kærasta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Amazonskógurinn losar meira koltvíildi en hann tekur í sig

Ný rannsókn – Amazonskógurinn losar meira koltvíildi en hann tekur í sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Proud Boys leggja upp laupana í Kanada

Proud Boys leggja upp laupana í Kanada
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýrkeypt aðstoð við Bandaríkjamenn – Hefur setið í einangrun í tíu ár

Dýrkeypt aðstoð við Bandaríkjamenn – Hefur setið í einangrun í tíu ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgaryfirvöld í Amsterdam vilja breyta ímynd borgarinnar – Ætla að reisa risastórt vændishús

Borgaryfirvöld í Amsterdam vilja breyta ímynd borgarinnar – Ætla að reisa risastórt vændishús