fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Pressan

Danir slegnir óhug – Hugðist fremja fjöldamorð í leikskólum og fleiri skólum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 06:06

Danskur lögreglumaður við skyldustörf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 16. desember á síðasta ári var 27 ára karlmaður handtekinn a Norður-Jótlandi. Hann hafði þá um langa hríð unnið að undirbúningi skotárása í skólum á Norður- og Austur-Jótlandi. Hann hafði útvegað sér skotvopn og skotfæri, skrifað einhverskonar  yfirlýsingu og gert myndbönd tengd fyrirhuguðum árásum. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan en það var ekki fyrr en í gær sem lögreglan skýrði frá málinu sem hefur vakið mikinn óhug meðal Dana.

Lögreglan skýrði frá því í gær að hún hefði nú ákært manninn. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Við teljum að maðurinn hafi lokið ýmsum undirbúningi til að geta framið morð. Hann útvegaði sér meðal annars skotvopn og skotfæri,“ er haft eftir Kim Kristensen, saksóknara, í fréttatilkynningu lögreglunnar.

Einnig er haft eftir honum að lögreglan telji að maðurinn hafi ætlað að gera skotárásir í nokkrum skólum af persónulegum ástæðum en ekki kemur fram hverjar þessar persónulegu ástæður eru.

Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps, ólöglega vörslu skotvopna og brot á vopnalögum.

Samkvæmt ákærunni vann maðurinn að undirbúningi árásanna frá því 2015 þar til hann var handtekinn fyrir rétt tæpu ári. Hann hafði í hyggju að drepa fjölda fólks í skólum og svipuðum stofnunum að því er segir í ákærunni.

Hann hafði meðal annars leitað sér upplýsinga um skóla á Norður- og Austur-Jótlandi á Internetinu sem og um skotvopn. Hann er ákærður fyrir að hafa orðið sér úti um skammbyssur og skotfæri, borið skotvopn á almannafæri og að hafa orðið sér úti um sérstakan fatnað til að nota við árásirnar sem og ökutæki til að nota. Hann hafði einnig farið í vettvangsferðir til að skoða þá skóla sem hann hugðist ráðast á. Hann hafði aflað sér upplýsinga um hvenær frímínútur væru í þeim, fjölda nemenda og stundaskrár. Þann 13. desember á síðasta ári nýtti hann sér hið svokallað „Djúpnet“ til að panta AR-15 árásarriffil. Þremur dögum síðar var hann handtekinn. Leiða má líkur að því að þessi pöntun hafi komið upp um hann en lögreglan hefur ekki staðfest það.

Síðan í apríl hefur maðurinn verið í einangrun á geðdeild.

Réttarhöldin yfir honum hefjast í janúar og dómur verður kveðinn upp í febrúar. Saksóknari fer fram á að hann verði dæmdur til ótímabundinnar vistunar á geðdeild. Maðurinn neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum