fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Pressan

Pabbinn fór í búð á Svörtum föstudegi og keypti byssu handa syninum – Það var örlagaríkt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 06:05

Frá vettvangi á þriðjudaginn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svartur föstudagur er einn af stærstu dögum ársins í Bandaríkjunum í neysluæði landsmanna enda ótrúlegar útsölur í flestum verslunum og sannkallað kaupæði rennur á landsmenn. Síðasta föstudag var einmitt svartur föstudagur og þá fór faðir 15 ára pilts, sem býr í Oxford norðan við Detroit í Michigan, í skotvopnaverslun og keypti hálfsjálfvirka skammbyssu, á útsölu, sem hann gaf piltinum.

Þetta reyndist sannkölluð dauðagjöf því nú eru fjórir látnir. Pilturinn fór í skólann sinn í Oxford og skaut fjóra til bana og særði nokkra. Áður en hann lét til skara skríða varaði hann við yfirvofandi árás í skilaboðum á Snapchat.

Það var á þriðjudaginn sem pilturinn lét til skara skríða í menntaskólanum sínum. Hann skaut tvær stúlkur, 14 og 17 ára, til bana í skólanum sem og 16 ára pilt sem lést í lögreglubíl á leið á sjúkrahús. 17 ára piltur lést síðan á miðvikudagskvöldið af völdum sára sinna.

Vitni segja að pilturinn hafi komið út af salerni í skólabyggingunni með byssuna í höndunum. Hann byrjaði síðan að skjóta á þá nemendur sem voru á ganginum.

Foreldrar hans höfðu verið á fundi með skólastjóranum fyrr um daginn vegna „hegðunar hans í kennslustundum“ segir í umfjöllun New York Post.

Lögreglan rannsakar nú hvernig byssan var geymd á heimili fjölskyldunnar og hvernig aðgangi piltsins að henni var háttað. ABC News segir að saksóknarar íhugi að ákæra foreldrana en pilturinn hefur verið ákærður fyrir morð og hryðjuverk. Þrátt fyrir ungan aldur verður réttað yfir honum sem fullorðnum.

Lögreglan fann 30 skothylki í skólanum og 18 skot voru í byssunni þegar pilturinn var handtekinn.

New York Times hefur eftir Michael Bouchard, lögreglustjóra, að svo virðist sem „tilviljun“ hafi ráðið því hverja pilturinn skaut en augljóst sé að hann hafi haft í hyggju að drepa fólk. „Hann skaut fólk af stuttu færi, í flestum tilfellum í höfuðið og bringuna. Þetta voru kaldrifjuð morð,“ sagði hann.

Pilturinn var handtekinn nokkrum mínútum eftir að hann hleypti fyrsta skotinu af. Hann gafst mótþróalaust upp þegar lögreglumenn fundu hann. Hann hefur neitað að tjá sig í yfirheyrslum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin
Pressan
Í gær

Apabóla dreifir sér í Bretlandi – Mæla með þriggja vikna einangrun

Apabóla dreifir sér í Bretlandi – Mæla með þriggja vikna einangrun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði skelfilega uppgötvun í bílnum sínum

Gerði skelfilega uppgötvun í bílnum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Feðginin sögðu að hún hefði verið drepin af heimilislausum manni – Sannleikurinn var enn óhugnanlegri

Feðginin sögðu að hún hefði verið drepin af heimilislausum manni – Sannleikurinn var enn óhugnanlegri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kirsten var rænt eftir vinnustaðapartý – Við tók hryllingssólarhringur

Kirsten var rænt eftir vinnustaðapartý – Við tók hryllingssólarhringur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun um íbúprófen – Má ekki nota samhliða blóðþrýstingslyfjum

Óvænt uppgötvun um íbúprófen – Má ekki nota samhliða blóðþrýstingslyfjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingar eru forritaðir til að hunsa móður sína

Unglingar eru forritaðir til að hunsa móður sína