fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Pressan

Breyta helgunum í Dubai – Færa þær til

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. nóvember 2021 20:00

Dubai er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hafa yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum reynt að nútímavæða eitt og annað í lögum landsins til að gera það meira aðlaðandi í augum ferðamanna og erlendra fjárfesta. Nú íhuga þau að breyta uppsetningu vikunnar þannig að helgarnar byrji ekki á föstudögum heldur á laugardögum eins og víðast annars staðar.

The Times skýrir frá þessu. Fram kemur að ástæðan sé vilji til að laga atvinnulífið í þessu auðuga olíuríki að alþjóðlegu efnahagsumhverfi.

Það er kannski engin tilviljun að fréttir berast af þessu núna því nú stendur Heimssýningin yfir í Dubai, einu ríkja Furstadæmanna, en vonast er til að 25 milljónir muni heimsækja hana. Sýningin átti að hefjast á síðasta ári en var frestað vegna heimsfaraldursins og hófst því fyrst núna í október og stendur fram í mars á næsta ári.

Þessi hugmynd er hluti af þeim breytingum sem gerðar hafa verið í landinu til að laða fleiri ferðamenn til þess sem og erlenda fjárfesta. Það er allt liður í að undirbúa Furstadæmin undir framtíð þar sem olíuauðurinn hefur ekki jafn mikið vægi og hann hefur í dag.

Á síðasta ári var lögum breytt þannig að konur fengu meiri vernd gegn kynferðislegri áreitni, svokölluð heiðursdráp voru gerð refsiverð, slakað var á ströngum reglum um áfengi og möguleikar erlendra ríkisborgara, sem búa í Furstadæmunum, til að skilja og erfa í samræmi við erlend lög voru auknir.

Um 90% af 10 milljónum íbúa Furstadæmanna eru erlendir ríkisborgarar, flestir láglaunað starfsfólk frá Suðuaustur-Asíu eða kaupsýslufólk frá Vesturlöndum og öðrum Arabaríkjum.

Yfirvöld hafa oft séð í gegnum fingur sér með brot ferðamanna á íslömskum lögum landsins en einnig hafa þau stundum gripið til aðgerða sem hafa valdið miklu fjölmiðlafári víða um heim enda oft „aðeins“ um mál að ræða þar sem fólk var að kyssast á opinberum stöðum.

Í apríl gengu yfirvöld í Dubai einu skrefi lengra en hin ríkin og afnámu kröfu um að veitingastöðum sé skylt að setja gardínur fyrir glugga sína þegar föstumánuðurinn ramadan stendur yfir. Þetta var gert til að fastandi múslimar þyrftu ekki að sjá annað fólk borða. Nú þurfa veitingastaðir heldur ekki lengur að sækja um leyfi til að bera fram mat á meðan á föstunni stendur.

Þetta var ekki fyrsta breytingin sem gerð var í Dubai til að laga landið að kröfum ferðamanna. 2006 voru helgarnar færðar yfir á föstudag og laugardag en fram að því höfðu þær verið á fimmtudögum og föstudögum. Þetta var gert með hagsmuni viðskiptalífsins að leiðarljósi en einnig til að auðvelda landsmönnum, sem eiga fjölskyldu í útlöndum, að finna tíma til heimsókna. Nú stefnir svo í að helgarnar verði eins og á Vesturlöndum, á laugardögum og sunnudögum.

En þetta er ekki óumdeilt því föstudagur er heilagasti dagur vikunnar hjá múslimum og þá fer fólk til bæna eða hittist til að borða saman. The Times segir að í tengslum við þessar breytingar sé einnig verið að íhuga að gefa opinberum starfsmönnum frí hálfan föstudaginn en starfsfólk í einkageiranum mun væntanlega þurfa að vinna á föstudögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahlé náðist eftir þrjá daga af banvænum árásum í Palestínu

Vopnahlé náðist eftir þrjá daga af banvænum árásum í Palestínu
Pressan
Í gær

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn
Pressan
Í gær

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl
Pressan
Í gær

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“