fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Ótrúlegt! – Læknaðist af HIV af sjálfsdáðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 08:05

HIV veirur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2013 greindist ung argentínsk kona með HIV sem er ólæknandi sjúkdómur sem er undanfari AIDS. En á einhvern ótrúlegan hátt þá er konan nú laus við veiruna og það án þess að hafa fengið nokkra læknismeðferð. Læknar telja að ónæmiskerfi hennar hafi af sjálfsdáðum ráðið niðurlögum veirunnar.

NBC News skýrir frá þessu. Fram kemur að konan, sem er nú þrítug, hafi greinst með HIV 2013 en þegar hún fór í rannsókn nýlega fundust engin merki um veiruna í líkama hennar. Rannsóknin var mjög ítarleg því læknar skönnuðu milljónir af frumum úr henni með fullkomnustu tækni.

Skýrt var frá þessu í vísindaritinu Annals of Internal Medicine á mánudaginn. Vísindamennirnir, sem stóðu að rannsókninni, vonast til að þetta geti orðið upphafið að frekari framförum á þessu sviði en talið er að 38 milljónir manna séu með HIV. „Nú verðum við að finna hvað liggur að baki þessu,“ sagði Steven Deeks, læknir sem starfar við rannsóknir á HIV hjá Kaliforníuháskóla, en hann kom ekki að rannsókninni.

Þetta er í annað sinn í sögunni, svo vitað er, sem HIV hefur horfið úr líkama sjúklings. Fyrra tilfellið var þegar veiran hvarf úr líkama bandarískrar konu, sem býr í Kaliforníu, en hún greindist með veiruna 1992. Hún er nú 67 ára og hefur verið laus við veiruna árum saman. Talið er að ónæmiskerfi hennar hafi gert út af við hana.

NBC News segir að vísindamönnum hafi áður tekist að lækna tvo HIV-sjúklinga af veirunni með því að beita flókinni og hættulegri stofnfrumuskiptaaðgerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni