fbpx
Sunnudagur 03.mars 2024
Pressan

Plataðu heilann og borðaðu minna – Fimm góð ráð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 06:59

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætti ekki að vera svo erfitt að borða minna og hollara því með fimm góðum ráðum á að vera hægt að svindla á heilanum og skilningarvitunum til að gera matarskammtana minni.

Charles Spence, prófessor, segir að þegar við borðum þá notum við öll skilningarvitin en með nokkrum brellum sé hægt að blekkja þau með þeim afleiðingum að þú borðar minna og hollari mat að auki án þess að finnast að svindlað sé á þér.

Fast fæði er best

Þeim mun auðveldara sem það er að neyta matar eða drykkjar, þeim mun meira borðum við eða drekkum. Við notum skilningarvit munnsins sem mælikvarða á hversu mikið við höfum borðað og um leið hvenær við eigum að stoppa. Þess vegna innbyrða flestir fleiri hitaeiningar þegar þeir drekka eplasafa í stað þess að borða eplamauk. Enn færri hitaeiningar setjum við ofan í okkur með því að borða heilt epli.

Smakkaðu vel á matnum

Reyndu að greina hvert einast bragð af kryddi og öðru sem bragðlaukarnir finna. Ef þú beinir svona mikilli athygli að matnum muntu að öllum líkindum borða minna og fá meira út úr bragði og samsetningu matarins.  Hugsaðu um þetta eins og meðvitaða neyslu.

Slökktu á sjónvarpinu

Rannsóknir hafa sýnt að við borðum meira ef athygli okkar er trufluð á meðan við borðum, til dæmis af sjónvarpinu. Þegar við einblínum ekki á máltíðina höfum við tilhneigingu til að borða meira á meðan á máltíðinni stendur og einnig síðar um daginn. Slökktu því á sjónvarpinu og einbeittu þér að matnum.

Ekki láta matinn vera sýnilegan

Gættu þess að maturinn sé ekki sýnilegur. Gegnsæ plastílát, glerkrukkur og skápar með gegnsæjum hurðum eru erfið freisting miðað við ef maturinn er geymdur í ógagnsæjum ílátum og skápum. Með þessu freistar maturinn þín síður.

Lítið er gott

Prufaðu að ausa súpu úr litlum potti með lítilli ausu og borðaðu matinn með minni skeið en þú gerir venjulega. Niðurstöður rannsóknar benda til að það að nota minni skeið geti orðið til þess að við borðum minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Shamima Begum tapaði máli sínu um endurheimt ríkisborgararéttarins

Shamima Begum tapaði máli sínu um endurheimt ríkisborgararéttarins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Dirty Harry“ handtekinn vegna smygls og andláts 4 manna fjölskyldu

„Dirty Harry“ handtekinn vegna smygls og andláts 4 manna fjölskyldu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagði fólki að borða morgunkorn á kvöldin til að spara – Sjálfur með 700 milljónir á ári

Sagði fólki að borða morgunkorn á kvöldin til að spara – Sjálfur með 700 milljónir á ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ástæða þess að hópur fólks gerði aðsúg að konu sem var í litríkum kjól

Ástæða þess að hópur fólks gerði aðsúg að konu sem var í litríkum kjól
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls