fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Pressan

Trump reynir að stöðva birtingu skjala um árásina á þinghúsið í janúar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 07:59

Gekk Trump of langt að þessu sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur stefnt þingnefnd á vegum fulltrúadeildar þingsins til að reyna að koma í veg fyrir að nefndin fá fleiri skjöl, sem snúast um árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið þann 6. janúar, afhent.

NPR skýrir frá þessu. Fram kemur að Trump og lögmenn hans segi í stefnunni að skjölin sem nefndin vill fá afhent falli undir sérstaka lagaheimild sem tryggir ákveðinn trúnað á milli sitjandi forseta og ráðgjafa hans. „Lögin okkar heimila ekki svona fljóthuga og alvarlega aðgerð sem beinist gegn forseta og nánustu ráðgjöfum hans,“ segir í stefnunni sem var lögð fyrir alríkisdómstól í Washington D.C.

Með vísan í sömu lagaheimild hefur Trump hvatt embættisfólk úr stjórn hans til að neita að bera vitni fyrir nefndinni en í henni sitja sjö Demókratar og tveir Repúblikanar.

Sérfræðingar í lögum segja að það séu aðeins sitjandi forsetar sem geta vísað í heimildina um trúnað um samtöl þeirra við ráðgjafa sína.

Allt frá því að stuðningsmenn Trump réðust á þinghúsið hefur hann barist gegn öllum rannsóknum á atburðum þessa örlagaríka dags. Fimm létust í árásinni og rúmlega 600 hafa verið ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í henni.

Michael Gwin, talsmaður Hvíta hússins, sagði stefnu Trump gegn þingnefndinni vera „einstaka og ógn við lýðræðið“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö konur lögsækja Katar eftir að hafa verið neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni

Sjö konur lögsækja Katar eftir að hafa verið neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullur sjúkdómur herjar en bara á einum stað í heiminum

Dularfullur sjúkdómur herjar en bara á einum stað í heiminum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Svíþjóð – Stjórnmálamaður handtekinn – Grunaður um að hafa sundurhlutað líkið

Hrottalegt morðmál skekur Svíþjóð – Stjórnmálamaður handtekinn – Grunaður um að hafa sundurhlutað líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta var bara æfing hjá lögreglunni – Stóðu skyndilega í miðri morðgátu

Þetta var bara æfing hjá lögreglunni – Stóðu skyndilega í miðri morðgátu
Pressan
Fyrir 5 dögum

11 ára stúlka fór í sund og smitaðist af lekanda

11 ára stúlka fór í sund og smitaðist af lekanda