fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Bill Clinton lagður inn á sjúkrahús

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. október 2021 02:56

Bill Clinton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, liggur nú á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Kaliforníu. Hann glímir við hugsanlega blóðeitrun út frá þvagfærasýkingu og er ekki með COVID-19 að sögn talsmanns hans.

Clinton var lagður inn á sjúkrahús á þriðjudaginn en það var ekki skýrt frá innlögninni fyrr en í nótt að íslenskum tíma.

Angel Urena, talsmaður Clinton, sagði á Twitter að Clinton hafi verið lagður inn á UCI Medical Center en væri ekki með COVID-19. „Hann fær viðeigandi meðferð, er í góðu skapi og ótrúlegar þakklátur læknum, hjúkrunarfræðingum og starfsfólkinu sem veitir honum frábæra umönnun,“ skrifaði hann einnig.

Í yfirlýsingu frá Alpesh Amin og Lisa Bardack, læknunum sem annast Clinton, segir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús svo hægt sé að fylgjast náið með honum og gefa honum sýklalyf og vökva. „Eftir tveggja daga meðferð er fjöldi hvítra blóðfruma á niðurleið og hann bregst vel við sýklalyfjum. Við vonumst til að hann geti farið heim fljótlega,“ segir í yfirlýsingu þeirra.

CNN segir að Clinton liggi á gjörgæsludeild en ástæðan fyrir því sé aðallega sú að með því njóti hann meira næðis frá augum annarra. Einnig segir miðillinn að veikindi hans tengist ekki fyrri hjartavandamálum hans.

Clinton, sem er Demókrati, var forseti frá 1993 til 2001.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni