fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Segja Talibana hafa myrt 13 Hazara

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 06:27

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að Talibanar hafi myrt 13 manns af ætt Hazara í Afganistan eftir að þeir tóku völdin í landinu. Þetta gerðist 30. ágúst í bænum Kahor í Khidir-héraðinu. Amnesty hefur ný gögn undir höndum sem sanna þetta að sögn samtakanna.

11 hinna myrtu voru fyrrum liðsmenn afganskra öryggissveita. 9 þeirra voru drepnir með beinni aftöku að því er segir í fréttatilkynningu frá Amnesty. Tveir til viðbótar, óbreyttir borgarar, voru einnig drepnir þegar þeir reyndu að flýja. Annar þeirra var 17 ára stúlka.

Talibanar segja þetta ekki rétt en Amnesty styðst við framburð sjónarvotta, ljósmyndir og myndbandsupptökur.

„Þessar kaldrifjuðu aftökur eru enn ein sönnun þess að Talibanar fremja samskonar hryllingsverk og þeir voru alræmdir fyrir þegar þeir voru síðast við völd í Afganistan,“ segir Agnés Callamard, framkvæmdastjóri Amnesty International í fréttatilkynningunni.

Samtökin segja að erfitt sé að staðfesta framferði Talibana því þeir hafa bannað notkun farsíma í mörgum héruðum Afganistan. Samtökin hafa þó fengið ljósmyndir sem sýna þegar liðsmenn Talibana skutu á fólk í lok ágúst. Á myndunum sést að margir hinna látnu eru með skotsár á höfði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum