fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Eldri hjón í fjárhagslegri gíslingu eftir að byggingaverktakinn sveik þau – Glímir við kvíða og þunglyndi og missti vinnuna

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 20:00

Myndir: Evening Gazette

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldri hjón, Julie og Kelvin Briggs, segjast vera í fjárhagslegri gíslingu eftir að byggingaverktaki sveik þau. Briggs-hjónin höfðu borgað honum rúmar andvirði rúmra 8 milljóna íslenskra króna til að fegra og bæta húsið sitt en peningurinn fór ekki í viðgerðirnar.

Jamie Thompson, byggingaverktakinn sem um ræðir, eyddi peningum Briggs-hjónanna ekki í undirstöður eða timbur heldur í fíkniefni og áfengi. Thompson tók fíkniefnin og drakk áfengið í kjölfar þess að hjónaband hans endaði. Thompson hefur nú verið handtekinn og kom nýlega fyrir dóm í Bretlandi vegna málsins. Þar kom fram að hann hafi mætt þegar honum sýndist, gert lítið sem ekkert og svo farið og aldrei komið aftur.

Briggs-hjónin höfðu farið í framkvæmdirnar svo foreldrar Julie Briggs gætu búið hjá þeim. Þá vildu þau líka veita bróður hennar heimili en hann er fatlaður. Þar sem Thompson fór frá þessu ókláraða verki leit heimili Briggs-hjónanna út eins byggingasvæði í heil fjögur ár. Þá mun það kosta hjónin enn meira að gera við heimilið heldur en þau eyddu í framkvæmdirnar til að byrja með. Fram kemur í frétt The Sun af málinu að hjónin þurfi að eyða rúmum 11 milljónum íslenskra króna í viðgerðirnar en þau eiga ekki efni á því.

„Ég er stanslaust með áhyggjur því ég veit ekki hvernig ég og fjölskyldan mín getum leyst þetta vandamál,“ sagði Julie Briggs um málið en hún missti starf sitt vegna kvíða og þunglyndis sem hrjáði hana vegna málsins. „Húsið er enn óklárað og foreldrar mínir eru ekki enn komin til okkar.“

Thompson var dæmdur í 13 og hálfs mánaða fangelsi vegna svikanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið