fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
Pressan

Býr Dani undir að harðar sóttvarnaaðgerðir muni gilda fram á vor eða sumar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 06:52

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í gærkvöldi að ólíklegt sé að hægt verði að slaka á þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi í landinu og líklega muni þær gilda í allan vetur og því þurfi Danir að undirbúa sig undir það.

Þetta sagði hún í samtali við TV2. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til 17. janúar en ólíklegt er að slakað verði á þeim að sögn Frederiksen. Meðal helstu ákvæða í núverandi aðgerðum er að skólar eru lokaðir og er nemendum kennt í fjarkennslu, aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir mega hafa opið. Verslunum er þó heimilt að starfrækja netverslanir sínar og bjóða fólki að koma og sækja vörur sem það hefur keypt á netinu. Veitingastaðir, barir og líkamsræktarstöðvar eru lokaðar sem og kvikmyndahús og aðrar menningarstofnanir.  Þá mega að hámarki fimm manns safnast saman. Halda verður tveggja metra fjarlægð á milli fólks á opinberum stöðum og skylda er að nota andlitsgrímur í verslunum og almenningssamgöngum.

„Ef ég á að svara núna þá er ekki líklegt að við munum fella sóttvarnaaðgerðirnar úr gildi eða slaka á þeim,“ sagði Frederiksen. Hún sagði ekki hægt að segja til um hvernig staðan verður eftir 17. janúar fyrr en nær dregur en sagði að ýmislegt bendi til að núverandi sóttvarnaaðgerðir verði áfram í gildi.

Danir hertu reglur hvað varðar komu útlendinga og Dana til landsins um helgina. Nú þurfa flugfarþegar að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr kórónuveirusýnatöku og þarf sýnið að hafa verið tekið á síðustu 24 klukkustundum fyrir komuna til Danmerkur. Það er á ábyrgð flugfélaganna að tryggja að fólk sé með þessa niðurstöðu áður en því er hleypt um borð í flugvélar.

Smittölur hafa heldur færst niður á síðustu dögum og það sama á við um innlagnir á sjúkrahús en dauðsföll af völdum veirunnar hafa að jafnaði verið á bilinu 28 til 42 á sólarhring að undanförnu.  Ástæðan fyrir hörðum aðgerðum stjórnvalda nú er hið svokallaða „enska afbrigði“ veirunnar, B117, sem er að breiðast út í samfélaginu. Segja sérfræðingar að mikil hætta sé á að það verði hið ráðandi afbrigði fljótlega og þá verði erfitt að hemja faraldurinn. Vísa þeir oft í hvernig staðan er í Bretlandi þar sem afbrigðið er mjög útbreitt. Það er mun meira smitandi en önnur afbrigði. Verkefni stjórnvalda nú er að reyna að halda það mikið aftur af faraldrinum að hægt sé að koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið kikni undan álaginu. Frederiksen sagði að um kapphlaup við tímann sé að ræða og ekki sé hægt að fullyrða að það takist að verja heilbrigðiskerfið.

Í gær lágu 875 COVID-19 sjúklingar á dönskum sjúkrahúsum, þar af voru 84 í öndunarvél. 1.570 hafa látist af völdum COVID-19 frá upphafi faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tókstu eftir þessu í innsetningarathöfninni í gær?

Tókstu eftir þessu í innsetningarathöfninni í gær?
Pressan
Í gær

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna
Pressan
Í gær

Greta Thunberg gerir grín að Trump

Greta Thunberg gerir grín að Trump
Pressan
Í gær

Innsetningarathöfn Biden og Harris hafin – Bein útsending

Innsetningarathöfn Biden og Harris hafin – Bein útsending