fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Dularfullt mannshvarfsmál leyst eftir 20 ár – „Hjarta mitt er brostið“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 05:33

Angela og Thomas. Mynd:Justice for Angie

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2002 hafa vinir og ættingjar Angela Cox leitað að henni og syni hennar, Thomas Mikey Rettew, en þau hurfu í Alton í Montana. Angela var þá tvítug og Mikey fjögurra ára. Í öll þessi ár hafa ættingjar, vinir og lögreglan leitað svara við hvað hafi orðið um mæðginin. Nú hefur málið loksins verið leyst.

People skýrir frá þessu. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Barbara Krusen hafi nýlega játað að eiginmaður hennar, Clarence Krusen, hafi myrt Angela og Mikey 2002. Sjálfur var hann skotinn til bana í Laredo í Texas 2012 eftir að hafa afplánað tíu ára fangelsisdóm fyrir ólöglega vopnaeign.

Þegar lögreglumenn ræddu við Barbara á síðasta ári játaði hún að Angela hefði unnið á býli þeirra hjóna í Alton en hún þvertók fyrir að vita nokkuð um örlög mæðginanna.

Þegar hún var yfirheyrð á nýjan leik nýlega sagði hún að Angela hefði ætlað að gefa þeim hjónum Mikey til ættleiðingar og að ættleiðingarferlinu hafi næstum verið lokið þegar Angela, sem var þá flutt til Kaliforníu, hafi skipt um skoðun og ákveðið að halda drengnum sjálf.

„Barbara sagði að þetta hefði reitt bæði hana og Clarence til reiði. Hún sagði Angela að hún yrði að koma og sækja Mikey. Hún ætlaði ekki að vera barnapía fyrir hana,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Einnig kemur fram að Barbara hafi sagt lögreglunni að hún hafi sent Angela peninga svo hún gæti keypt sér miða með rútu til að koma og sækja Mikey. Hún hafi sótt hana á rútustöð í Springfield í Montana og ekið með hana heim á býlið. Daginn eftir voru bæði hún og Mikey horfin. Skömmu síðar tilkynnti faðir Mikey um hvarf þeirra.

Mynd:Justice for Angie

 

 

 

 

 

 

 

Þann 2. apríl síðastliðinn játaði Barbara fyrir FBI að Clarence hefði drepið mæðginin og að hann hefði brennt lík þeirra í ofni. Þegar hjónin fluttu nokkrum árum síðar sagði hann Barbara að þau yrðu að eyðileggja ofninn vegna þess að hann hefði brennt líkin í honum.

Þrátt fyrir játninguna verður Barbara ekki sótt til saka. Lögreglunni tókst ekki að finna neinar líkamsleifar og hefur engin sönnunargögn og telur því ekki grundvöll fyrir ákæru.

Á Facebooksíðunni Justice for Angei, sem vinir Angela stofnuðu, hafa margir tjáð sig um niðurstöðu málsins og er fólki greinilega brugðið.

„Hafið fjölskyldur Angela og Mikey í huga á meðan við meltum þessar hræðilegu fréttir.“

„Hjarta mitt er brostið.“

„Hvílið í friði, Angie og Mikey.“

Er meðal þess sem fólk hefur skrifað.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu