fbpx
Laugardagur 24.september 2022
Pressan

Segja að kristni eigi undir högg að sækja í Bandaríkjunum – „Ofnæmisviðbrögð við trúuðum hægrimönnum“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 22:30

Sífellt fleiri Bandaríkjamenn yfirgefa trúarsöfnuði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt færri Bandaríkjamenn sækja kirkju og meðal þess sem veldur því eru hægrimenn sem telja sig kristna og gera mikið úr kristinni trú sinni. Tæplega helmingur þjóðarinnar er skráður í trúarsöfnuði en trúarbrögð, sérstaklega kristni, hafa enn sterk ítök í stjórnmálum, sérstaklega þar sem sífellt fleiri Demókratar snúa baki við trúarbrögðum.

Tæplega 47% þjóðarinnar eru skráð í trúfélög, kristna söfnuði, moskur eða bænahús gyðinga, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Gallup. Fyrir tveimur áratugum var hlutfallið 70%. Gallup hóf að kanna þetta 1937 og fram til aldamóta var hlutfallið yfir 70% en breytingar hófust um aldamótin og síðan þá hefur sífellt fækkað í hópi þeirra sem eru skráðir í trúfélög. Nú eru um 66% þeirra sem eru fæddir fyrir 1946 skráðir í trúfélög en hjá aldamótakynslóðinni er hlutfallið 36%. Meðal ástæðna þessarar fækkunar eru að sögn blanda hægristefnu í stjórnmálum og kristinnar trúar, sem Repúblikanar hafa lagt mikla áherslu á, og aldamótakynslóðin sem verður sífellt meira afhuga trúarbrögðum. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að í sumum ríkjum hafi Repúblikanar lagt áherslu á öfgakennda „kristna þjóðernisstefnu“ þar sem þeir reyna að þvinga sinni útgáfu af kristni upp á almenning sem hefur sífellt minni áhuga á trúarbrögðum. Bent er á að nýlega hafi ríkisstjórinn í Arkansas skrifað undir lög sem heimila læknum að neita að veita LGBTQ-fólki læknismeðferð af trúarlegum ástæðum og nokkur önnur ríki íhuga svipaða löggjöf.

Í könnun Gallup kom fram að á 20 árum hafi Demókrötum, sem eru félagar trúfélaga, fækkað um fjórðung, Repúblikönum um 12% og óháðum um 18%.

The Guardian hefur eftir David Campbell, prófessor og meðhöfundi bókarinnar American GraceHow Religion Divides and Unites Us, að ástæðan fyrir þverrandi áhuga þessara hópa á trúarbrögðum sé stjórnmálalegs eðlis, þetta séu „ofnæmisviðbrögð við trúuðum hægrimönnum“. „Margir Bandaríkjamenn, sérstaklega ungt fólk, telji trúarbrögð tengd við pólitíska íhaldsstefnu og þá sérstaklega Repúblikanaflokkinn. Þar sem það er ekki flokkurinn þeirra eða stefna þeirra vill fólkið ekki láta skilgreina sig sem trúað fólk,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Hárkollugengið fór mikinn – Náðist að lokum

Hárkollugengið fór mikinn – Náðist að lokum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Titrara-drama á hraðbrautinni

Titrara-drama á hraðbrautinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banna kjötauglýsingar á almannafæri

Banna kjötauglýsingar á almannafæri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pútín kallar eftir friðsamlegri úrlausn í deilu Tadsíkistan og Kirgistan

Pútín kallar eftir friðsamlegri úrlausn í deilu Tadsíkistan og Kirgistan
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rio de Janeiro, Miami og Jakarta geta verið farnar undir sjó um aldamótin

Rio de Janeiro, Miami og Jakarta geta verið farnar undir sjó um aldamótin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sykurlausir gosdrykkir gætu verið slæmir fyrir hjartað að sögn vísindamanna

Sykurlausir gosdrykkir gætu verið slæmir fyrir hjartað að sögn vísindamanna