fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Tom Hagen liggur enn undir grun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 06:39

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan hvikar ekki í þeirri stefnu sinni að Tom Hagen hafi komið að morðinu á Anne-Elisabeth Hagen og hvarfi hennar frá heimili þeirra hjóna í útjaðri Osló í lok október 2018. Hefur lögreglan ekki í hyggju að falla frá kærum á hendur Tom fyrir þetta.

Þetta sagði Gjermund Hanssen, yfirlögregluþjónn, fyrir helgi. Hann sagði að kæran stæði enn og hún snúist um morð eða aðild að morði og brot á vopnalögum. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.

Nú er tæplega eitt ár síðan Tom var handtekinn vegna málsins. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hæstiréttur hnekkti þeim úrskurði og hefur hann gengið laus síðan.

Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins af miklum krafti og tjáir sig lítið um gang hennar. Vitað er að tugir þúsunda málsskjala eru flokkuð sem trúnaðarskjöl og fá því engir utan lögreglunnar aðgang að þeim en börn Hagen-hjónanna hafa reynt að fá aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?