fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Geimfar Sameinuðu arabísku furstadæmanna komst á braut um Mars í gær

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 06:30

Teikning sem sýnir Hope á braut um Mars. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimfarið Hope, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, komst á braut um Mars síðdegis í gær. Geimfarið notaði um 400 kíló af eldsneyti til að draga úr hraða sínum og komast á braut um plánetuna. Geimfarinu var skotið á loft í júlí en þetta er fyrsta geimfarið sem Arabaþjóð sendir geimfar út í geiminn.

Furstadæmin eru sjöunda ríki heims sem sendir geimfar til Mars. Til að komast á braut um plánetunnar þurfti að nota um helming þeirra 800 kílóa af eldsneyti sem voru um borð. Það þurfti að nota til að bremsa kröftuglega svo að geimfarið færi ekki fram hjá þeirri braut sem það átti að fara á. Það varð að lækka meðalhraðann úr um 121.000 km/klst í um 18.000 km/klst.

Verkefnið hefur fram að þessu kostað um 200 milljónir Bandaríkjadollara.

Hope verður á braut um Mars í 687 daga en það er eitt Mars-ár. Það á að rannsaka veðurfar á plánetunni en vonast er til að sú rannsókn muni valda straumhvörfum í rannsóknum á Mars og vitneskju okkar um plánetuna.

Sameinuðu arabísku furstadæmin ætla ekki að láta staðar numið við þetta verkefni því þau hafa sett sér það markmið að koma upp varanlegri búsetu manna á Mars í síðasta lagi árið 2117.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“