fbpx
Laugardagur 05.desember 2020
Pressan

Hnerraði tvisvar og var laminn fyrir vikið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. september 2020 14:05

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveiran hefur sett margt úr skorðum í samfélaginu og margir eru logandi hræddir við að smitast af veirunni. Það hefur síðan í för með sér að umburðarlyndi sumra er minna en ella. Það á væntanlega við í líkamsárásarmáli sem kom upp í Faaborg á Fjóni í Danmörku nýlega.

Þar var kona á gangi með unnusta sínum. Þegar þau komu að bifreiðastæði einu í bænum hnerraði konan tvisvar. Þetta fór vægast sagt illa í nærstaddan mann sem gekk að konunni og sló hana tvisvar með krepptum hnefa í andlitið. Hann lét sig síðan hverfa á brott.

Konan hlaut áverka í andliti og var flutt á sjúkrahús. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan vinnur að rannsókn þess og hefur greinargóða lýsingu á ofbeldismanninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Skotar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem fyrst

Skotar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem fyrst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bretar segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum á nýjan leik

Bretar segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum á nýjan leik