fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. september 2020 05:40

Emily undir stýri. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku stöðvaði lögreglan akstur 28 ára bandarískrar konu, Emily, í Enid í Oklahoma. Allt var þetta tekið upp með myndavél í lögreglubílnum og hefur upptakan verið á miklu flugi í netheimum að undanförnu enda er um ansi óvenjulega atburðarás að ræða.

Daily Star skýrir frá þessu. Á upptökunni sést að Emily var ekki sátt við að vera stöðvuð. Þegar lögreglumaðurinn kannaði ökuréttindi hennar sá hann að hún hafði verið svipt þeim. Af þeim sökum ákvað hann að kanna feril hennar enn betur en Emily vildi ekki bíða á meðan.

„Ég þarf svo að kúka. Gerðu það, ég á afmæli í dag,“

sagði hún við lögreglumanninn þegar hann sagði henni að hann væri að bíða eftir svari frá stjórnstöðinni. Skömmu síðar fékk hann skilaboð um að handtökuskipun liggi fyrir á hendur Emily eftir að hún lenti í átökum við lögreglumann.

Þetta virðist vera henni ofraun og hún byrjar að gráta og reyna að fá lögreglumanninn til að leyfa henni að fara frjálsri ferða sinna.

„Af hverju leyfirðu mér ekki bara að fara? Ég vissi ekki að það væri búið að svipta mig ökuréttindum, ég skal ekki keyra meira en má ég ekki fara heim og kúka?“

Þetta mýkti lögreglumanninn ekki og hann bað hana um að koma út úr bílnum. En þá æstist Emily og byrjaði að öskra á hann og síðan ók hún á brott og eftirför hófst.

Að lokum náði lögreglan að stöðva akstur Emily og handtaka hana. Henni var þá enn ofarlega í huga að hún þyrfti að kúka:

„Má ég kúka í bílinn þinn?“

spurði hún lögreglumann þegar hún var leidd í handjárnum að lögreglubíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?