fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Lífstíðarfangelsi fyrir að stela runnaklippum

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 9. ágúst 2020 22:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 62 ára gamli Fair Wayne Bryant mun eyða lífi sínu í fangelsi fyrir misheppnað rán á hekk- eða runnaklippum. Hæstiréttur Louisiana-fylkis hafnaði því á dögunum að dómur hans yrði afturkallaður. Bryant var árið 1997 dæmdur fyrir ránstilraunina á klippunum. Síðan hefur hann setið í fangelsi og mun hann eflaust vera þar til æviloka. CNN greinir frá þessu.

Lögmaður Bryant fullyrti að lífstíðardómur hans væri bæði þungur og gegndarlaus á þann hátt sem ekki samræmist stjórnarskrá. Þrátt fyrir það staðfesti hæstirétturinn dóminn.

Hvítir staðfestu dóminn

Sex dómarar voru í málinu, fimm þeirra kusu að staðfesta ætti dóminn, en einn dómari ákvað aftur á móti að vera ósammála. Dómarinn sem var ósammála var bæði eina konan og eina svarta manneskjan af dómurunum. Hinir voru hvítir karlmenn. Fair Wayne Bryant, er einnig dökkur á hörund.

Dómarinn sem mótmælti dómnum, Bernette Johnson, sagði að dómurinn væri of þungur og ósanngjarn miðað við brotið sem var framið.

Ástæðan sem hefur verið gefin fyrir því að dómurinn yfir Fair Wayne Bryant er svona þungur er sakaferill hans. Hann hafði árið 1979 verið dæmdur fyrir tilraun til vopnaðs ráns, árið 1987 fyrir að hafa þýfi í förum sér, árið 1989 fyrir tilraun til skjalafals á 150 dollara ávísun, árið 1992 fyrir smávægilegan þjófnað og að búa í yfirgefnu húsi og svo að lokum fyrir að gera tilraun til að stela runnaklippum árið 1997.

Johnson sagði að dómurinn sem að Bryant hafi fengið væri dæmi um það þegar að svart fólk fengi mjög þunga dóma fyrir smávægilega glæpi, sem ættu sér stað vegna fátæktar.

Þá benti hún á að fangelsisdómur Bryant væri á tuttugu árum búin að kosta skattgreiðendur 500 þúsund dollara, skyldi hann sitja inni í önnur tuttugu ár væri kostnaðurinn komin upp í eina miljón dollara, eða um það bil 140 miljónir íslenskra króna.

Íslenskur samanburður

Í samanburði segir í íslenskum hegningarlögum:

Í fangelsi má dæma menn ævilangt eða um tiltekinn tíma, ekki skemur en 30 daga og ekki lengur en 16 ár.

Þar af leiðandi hefur Bryant setið í fangelsi í lengri tíma en „ævilangt fangelsi“ á Íslandi, fyrir að stela runnaklippum. Auk þess sem hann gæti átt önnur tuttugu ár, eða meira eftir fyrir þennan sama glæp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt