fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Pressan

Þetta er kenning Tom Hagen um hvarf Anne-Elisabeth

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 07:00

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið dularfulla hvarf Anne-Elisabeth Hagen frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018 er ein stærsta ráðgáta norskrar sakamálasögu og ekki er að sjá að málið muni leysast á næstunni. Eiginmaður hennar, Tom Hagen, liggur undir grun um að vera viðriðinn málið en hann þvertekur fyrir að vita neitt um það. En hann hefur sína eigin kenningu um hvað gerðist.

Snyrtilegi, gráhærði maðurinn horfir um öxl sér í hvert sinn sem hann fer út um útidyrnar. Honum finnst eins og fylgst sé með honum og hann hefur ítrekað tekið eftir ókunnugum bílum í hverfinu, bílum sem birtast skyndilega. Heima hjá sér hefur hann á tilfinningunni að óboðnir gestir hafi verið í húsinu. Óboðnir gestir sem hafi gengið um húsið, bílskúrinn og garðinn á meðan hann var ekki heima.

Þegar Tom Hagen kom heim til sín þann 31. október 2018 og fann hótunarbréf á lélegri norsku í staðinn fyrir eiginkonu sína var hann ekki í neinum vafa. Eiginkonu hans til tæplega 50 ára hafði verið rænt af samviskulausum glæpamönnum sem vildu særa hann persónulega og fjárhagslega. Þeir höfðu líklega falið sig í bílskúrnum og látið til skara skríða þegar hann var farinn til vinnu.

Þetta eru þær hugmyndir sem hann viðraði við lögregluna í yfirheyrslu nokkrum mánuðum eftir hvarf Anne-Elisabeth. Þetta kann allt að hljóma ótrúlegt en eins og með svo margt annað í þessu undarlega máli þá þarf það kannski ekki að koma á óvart.

Þegar umrædd yfirheyrsla fór fram þá lá Tom ekki undir grun, lögreglan taldi hann þá vera fórnarlamb. TV2 skýrir frá þessu.

Fram kemur að Tom hafi grunað marga um aðild að málinu og að fylgst hafi verið með honum um langa hríð áður en eiginkona hans var numin á brott. Í yfirheyrslu sagði hann að hann teldi að ráðist hafi verið á hana þegar hún var í baði og að líklega hafi henni verið gefið svefnlyf áður en hún var flutt á brott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins
Pressan
Í gær

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 38 ára gamla morðgátu

Telja sig hafa leyst 38 ára gamla morðgátu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að kórónuveiran hafi borist með Dönum til Íslands

Telja að kórónuveiran hafi borist með Dönum til Íslands