Aðgerðin fór fram í Tillaberi nærri landamærum Malí og Búrkína Fasó. Fram kemur að ekkert manntjón hafi orðið í liði frönsku og nígersku hermannanna. Þeir náðu einnig ökutækjum og sprengiefni, sem hryðjuverkamennirnir höfðu á valdi sínu, á sitt vald. Aðgerðin er sögð hafa verið liður í baráttunni gegn hryðjuverkum.
Öryggisráðstafanir hafa verið hertar til muna í Tillaberi í kjölfar árása hryðjuverkamanna í desember og janúar en í þeim féllu 174 hermenn stjórnarhersins. Mörkuðum hefur verið lokað og notkun mótorhjóla hefur verið bönnuð. Neyðarlög hafa verið í gildi á svæðinu síðustu tvö ár.
Frá 2015 hafa stjórnvöld í Níger barist við öfgasinnaða íslamista sem halda sig nærri landamærum Malí og Búrkína Fasó. Tæplega 80.000 manns hafa hrakist frá heimilum sínum vegna árása öfgasinnanna. Frönsk stjórnvöld hafa stutt við bakið á stjórnvöldum í Níger í baráttunni við öfgasinnanna og fjölguðu nýlega hermönnum sínum í landinu um 600 svo nú eru þeir rúmlega 5.000 segir í frétt The Guardian.