fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

120 hryðjuverkamenn féllu í Níger

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 18:30

Staðan er mjög slæm víða í Afríku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herinn í Níger, í samvinnu við franska hermenn, gerði árás á hryðjverkamenn  í suðvestur hluta landsins í síðustu viku. Issoufou Katambe, varnarmálaráðherra Níger, sagði í tilkynningu að „120 hryðjuverkamenn hafi verið gerðir óvirkir“.

Aðgerðin fór fram í Tillaberi nærri landamærum Malí og Búrkína Fasó. Fram kemur að ekkert manntjón hafi orðið í liði frönsku og nígersku hermannanna. Þeir náðu einnig ökutækjum og sprengiefni, sem hryðjuverkamennirnir höfðu á valdi sínu, á sitt vald. Aðgerðin er sögð hafa verið liður í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Öryggisráðstafanir hafa verið hertar til muna í Tillaberi í kjölfar árása hryðjuverkamanna í desember og janúar en í þeim féllu 174 hermenn stjórnarhersins. Mörkuðum hefur verið lokað og notkun mótorhjóla hefur verið bönnuð. Neyðarlög hafa verið í gildi á svæðinu síðustu tvö ár.

Frá 2015 hafa stjórnvöld í Níger barist við öfgasinnaða íslamista sem halda sig nærri landamærum Malí og Búrkína Fasó. Tæplega 80.000 manns hafa hrakist frá heimilum sínum vegna árása öfgasinnanna. Frönsk stjórnvöld hafa stutt við bakið á stjórnvöldum í Níger í baráttunni við öfgasinnanna og fjölguðu nýlega hermönnum sínum í landinu um 600 svo nú eru þeir rúmlega 5.000 segir í frétt The Guardian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið