fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Tekinn með tvær sprengjur í miðborg Oslóar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 08:00

Frá Osló. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan sex að morgni á septemberdegi á síðasta ári var 44 ára maður handtekinn á Karl Johans götu í miðborg Osló. Hann var með fölsk lögregluskilríki á sér og bakpoka. Í honum reyndust vera tvær sprengjur. Mál mannsins var tekið fyrir af dómstóli í Osló í janúar en hann var ákærður fyrir að hafa verið með ólöglegt sprengiefni í fórum sínum auk annarra brota sem teljast ekki eins alvarleg, þar má nefna að vera með fölsuð lögregluskilríki og að hafa beitt opinberan embættismann ofbeldi.

Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagðist hafa verið undir áhrifum vímuefna þessa nótt, hann hefði meðal annars notað amfetamín. Hann sagði einnig að hann hafi ekki vitað að sprengjur voru í bakpokanum en hann hafi hann aðeins verið með til að geyma jakkann sinn í og tómar flöskur sem hann ætlaði að selja.

Hann sagði að kunningi hans hafi skilið bakpokann eftir í íbúð hans þegar hann fór til afplánunar í fangelsi og hafi hann byrjað að nota bakpokann í framhaldi af því. Kunninginn kom fyrir dóm og þvertók fyrir að vita nokkuð um sprengjurnar.

Það er mat sprengjusérfræðinga að báðar sprengjurnar hefðu getað stefnt lífi og limum fólks í hættu og valdið miklu tjóni.

Maðurinn var dæmdur í sjö mánaða fangelsi. Í dómsniðurstöðunni kemur fram að ekki er lagður trúnaður á það sem maðurinn sagði um að hann hafi ekki vitað um sprengjurnar því lífsýni úr honum hafi fundist á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið