fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Pressan

Rúmlega 90.000 karlar saka bandaríska skátaforingja um kynferðislegt ofbeldi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 17:58

Húsnæði bandarísku skátanna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn rann út frestur sem hafði verið veittur til að skila inn kröfum um bætur vegna kynferðislegrar misnotkunar sem átti sér stað innan bandarísku skátahreyfingarinnar. Rúmlega 90.000 karlar skiluðu inn kröfu og saka þar með meðlimi skátahreyfingarinnar, Boy Scouts of America (BSA), um kynferðislegt ofbeldi.

CNN segir að 92.700 hafi skilað inn kröfu. Ásakanirnar um ofbeldið ná marga áratugi aftur í tímann. Margar eru frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

Nefnd, sem sér um málareksturinn, segir að fleiri kröfur hafi verið lagðar fram á hendur BSA en heildarfjöldi málshöfðana á hendur kaþólsku kirkjunni um allan heim fyrir kynferðisofbeldi en þær eru sagðar vera um 11.000.

„Við erum niðurbrotin yfir þeim fjölda sem var beittur kynferðisofbeldi innan skátahreyfingarinnar og snortin yfir hugrekki þess,“ segir í yfirlýsingu frá skátahreyfingunni. „Við erum niðurbrotin því við getum ekki breytt sársauka þeirra,“ segir einnig í yfirlýsingunni.

BSA var stofnuð 1910 og er með um 2,2 milljónir félaga á aldrinum 5 til 21 árs í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segist hafa gefið grænt ljós á undirbúning valdaskipta

Trump segist hafa gefið grænt ljós á undirbúning valdaskipta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loftsteinn fór mjög nærri jörðinni á föstudaginn – Enginn sá hann koma

Loftsteinn fór mjög nærri jörðinni á föstudaginn – Enginn sá hann koma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðmenn hafa hugsanlega fundið enn eina gullgæsina – Er nýtt ævintýri í uppsiglingu?

Norðmenn hafa hugsanlega fundið enn eina gullgæsina – Er nýtt ævintýri í uppsiglingu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan hefur fengið nýjar vísbendingar í máli Madeleine – „Við höfum fengið myndir“

Lögreglan hefur fengið nýjar vísbendingar í máli Madeleine – „Við höfum fengið myndir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er konan á bak við sigur Biden í Georgíu – Næst er það baráttan um öldungadeildina

Þetta er konan á bak við sigur Biden í Georgíu – Næst er það baráttan um öldungadeildina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tölvuleikir eru góðir til að tryggja vellíðan

Tölvuleikir eru góðir til að tryggja vellíðan